SÓL-VÍKING hf. hefur náð umtalsverðum árangri í útflutningi á íslenskum ávaxtadrykkjum til Færeyja og Grænlands. Eru að jafnaði flutt út 35 tonn af drykkjum í hverjum mánuði og nemur verðmæti þeirra um fjórum milljónum króna. Fjórar drykkjartegundir Sólar eru einkum seldar til Færeyja og Grænlands; Svali, Brazzi, Trópí og Sólríkur.
ÐAukinn útflutningur Sólar-Víking til Grænlands og Færeyja

Svalinn langvinsæl-

astur ávaxtadrykkurinn

SÓL-VÍKING hf. hefur náð umtalsverðum árangri í útflutningi á íslenskum ávaxtadrykkjum til Færeyja og Grænlands. Eru að jafnaði flutt út 35 tonn af drykkjum í hverjum mánuði og nemur verðmæti þeirra um fjórum milljónum króna. Fjórar drykkjartegundir Sólar eru einkum seldar til Færeyja og Grænlands; Svali, Brazzi, Trópí og Sólríkur. Svali er vinsælasta vörutegundin í þessum útflutningi og nemur hún yfirleitt um 75% af hverri sendingu, bæði í verðmæti og magni.

Ávaxtadrykkir frá Sól og nú Sól-Víking hafa verið seldir til Færeyja frá 1984 en útflutningur til Grænlands hófst á þessu ári. Í febrúar síðastliðnum fóru nokkrir íslenskir útflytjendur til Nuuk á vegum útflutningsráðs í tengslum við NUUREK vörusýninguna þar sem íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. Í ferðinni komst á samband milli Sólar og grænlensku verslunarkeðjunnar KN- Brugsen. Jón Scheving Thorsteinsson, markaðsstjóri hjá Sól-Víking, segir að í fyrstu hafi drykkirnir einungis verið til sölu í þremur verslunum keðjunnar í höfuðstaðnum Nuuk en á næstunni verði þær boðnar í öllum níu verslunum hennar víðs vegar um landið.

Jón Scheving segir að forsendurnar fyrir góðum árangri á Grænlands- og Færeyjamarkaði séu örar og reglulegar samgöngur þangað annars vegar og öflugt markaðsstarf hins vegar. "Royal Arctic Line og Eimskip eru í samstarfi um Grænlandsflutninga og fer nú skip á þriggja vikna fresti þangað. Þessar öruggu samgöngur eru lykillinn að velgengni íslenskra útflytjenda þar. Er skemmst frá því að segja að Sól-Víking hefur sent vörur í hverri ferð. Nemur magnið nú um 15 tonnum á mánuði og verðmætið um 1,5 milljónum króna. Önnur íslensk fyrirtæki hafa einnig selt vörur til Grænlands og má þar nefna Frón, Emmess ís, Mjólkursamsöluna og Ágæti."

Vaxandi sala í Færeyjum

Jón Scheving segir að útflutningurinn til Færeyja hafi gengið afar vel undanfarið og vaxið um rúmlega 20% frá síðastliðnu ári. "Við seljum aðallega ávaxtasafa til Færeyja en einnig nokkuð af smjörlíki og viðbiti. Nú seljum við vörur þangað fyrir 2-3 milljónir króna á mánuði en vaxandi sölu þökkum við öflugri markaðsherferð. Teiknimyndaauglýsingin með Svalabræðrum hefur t.d. vakið mikla athygli í færeyska sjónvarpinu. Þá höfum við verið heppnir með umboðsaðila en það er fyrirtækið PM-heildsöla, sem sér um alla mjólkurdreifingu á eyjunum."