MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldinn var 13. júní sl.: "Nefnd um tónlistarhús, sem menntamálaráðherra Björn Bjarnason skipaði á sl. ári, hefur nýlokið störfum og sent frá sér yfirgripsmikla álitsgerð. Starfsmannafélag S.Í.

Fagna nið-

urstöðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldinn var 13. júní sl.:

"Nefnd um tónlistarhús, sem menntamálaráðherra Björn Bjarnason skipaði á sl. ári, hefur nýlokið störfum og sent frá sér yfirgripsmikla álitsgerð. Starfsmannafélag S.Í. fagnar niðurstöðu nefndarinnar sem er á þá leið að reisa skuli tónlistarhús sem verði aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Það er skoðun nefndarinnar að ríki og Reykjavíkurborg eigi að kanna hagkvæmni þriggja kosta um staðsetningu og gerð tónlistarhúss. Við leggjum áherslu á að lokaákvörðun hvað varðar staðarval verði tekin svo fljótt sem auðið er, til að hægt verði að hefjast handa við bygginguna sem fyrst og ljúka henni árið 2000 sem er 50. afmælisár Sinfóníuhljómsveitar Íslands."