Dönsk Bondstúlka HIN danska Cecilie Thomson lifir ævintýralegu lífi. Hún er fyrirsæta, rokkarinn Bryan Adams er unnusti hennar og hún er Bondstúlka í næstu mynd um njósnarann fræga.

Dönsk Bondstúlka

HIN danska Cecilie Thomson lifir ævintýralegu lífi. Hún er fyrirsæta, rokkarinn Bryan Adams er unnusti hennar og hún er Bondstúlka í næstu mynd um njósnarann fræga. Cecilie segir það næstum hafa verið fyndið að leika í ástarsenum með Pierce Brosnan sem leikur Bond: "Þetta er allt miklu skipulagðara en ég hélt fyrirfram. Það eina sem ég gat hugsað um var hvort ég stæði eða sæti rétt, ég hafði engan tíma til að hugsa um að ég væri að leika á móti sjálfum James Bond."

Cecilie kenndi Pierce Brosnan nokkur orð í dönsku en segir þó að unnusti hennar, Bryan Adams, slái honum við. Cecilie hitti Bryan Adams þegar hún var sextán ára og hafa þau verið saman síðan. "Ég er miklu hrifnari af Bryan í dag en ég var þegar við byrjuðum saman," segir Cecilie "hann er besti vinur minn og ég gæti ekki lifað án hans."