NÚ LÍÐUR að 50 ára afmæli Cobra hópsins og af því tilefni verður haldið sérstakt uppboð á verkum meðlima Cobra í mars á næsta ári á vegum Sotheby's uppboðsfyrirtækis. Sotheby's sendi einn sérfræðing sinn, Rob Sneep, til Íslands fyrir skemmstu til að leita að verkum eftir Svavar Guðnason og aðra úr Cobra hópnum. Cobra safn í Amsterdam
Sotheby's Afmælisuppboð

á verkum Cobra

NÚ LÍÐUR að 50 ára afmæli Cobra hópsins og af því tilefni verður haldið sérstakt uppboð á verkum meðlima Cobra í mars á næsta ári á vegum Sotheby's uppboðsfyrirtækis. Sotheby's sendi einn sérfræðing sinn, Rob Sneep, til Íslands fyrir skemmstu til að leita að verkum eftir Svavar Guðnason og aðra úr Cobra hópnum.

Cobra safn í Amsterdam

"Þó að Svavar væri einangraður gegndi hann samt sem áður lykilstöðu innan Cobra hópsins", sagði Rob. Hann segir verk Svavars ekki vísa út fyrir sig eins og verk ýmissa annarra málara heldur séu þau frekar innhverf og full af náttúru.

Rob kynntist verkum Svavars hjá safnara í Hollandi sem leggur sig fram um að safna verkum málara úr Cobra hópnum. "Ég sá fyrst myndir eftir Svavar árið 1988 á þessu stóra safni og setti mig fljótlega upp úr því í samband við safnarann sem er vel þekktur. Fyrir fáeinum árum var svo stofnað sérstakt Cobra safn í Amsterdam, sem hefur að láni allar Cobra myndir þessa safnara, sem jafnframt er viðskiptavinur Sotheby's."

Rob segir að ekki fylgi nein fjárhagsleg áhætta fyrir eigendur málverka Svavars er sett verða á uppboðið í mars. "Sotheby's greiðir allan flutningskostnað og fari svo að einhver mynd seljist ekki mun eigandinn ekki líða neitt tap við flutninga." Morgunblaðið/Ásdís "SOTHEBY'S greiðir allan kostnað svo eigendur þurfa ekki að taka fjárhagslega áhættu við flutningskostnað ef verkin seljast ekki", segir Rob Sneep, sérfræðingur í nútímalist hjá Sotheby's.