ÞEKKT fjárfestingarfyrirtæki í Bretlandi, CIN La Salle Investment Management, hefur fyrir hönd lífeyrissjóðs í Bretlandi keypt síðasta áfanga skrifstofubygginga Vanson Developments-fyrirtækisins, Crawley Business Quarter (sem myndin er af), fyrir 27,35 milljónir punda.
Bækistöð Virgin í Bretlandi

London.ÞEKKT fjárfestingarfyrirtæki í Bretlandi, CIN La Salle Investment Management, hefur fyrir hönd lífeyrissjóðs í Bretlandi keypt síðasta áfanga skrifstofubygginga Vanson Developments-fyrirtækisins, Crawley Business Quarter (sem myndin er af), fyrir 27,35 milljónir punda.

Eignin öll verður leigð fyrirtæki Richards Bronsons, hins kunna framkvæmdamanns, Virgin Travel Group, og þar verður til húsa ný aðalbækistöð flugfélagsins Virgin Atlantic Airways í Bretlandi. Leigan verður líklega 2,46 milljónir punda á ári.

Skrifstofur félagsins fá 146.500 ferfeta gólfrými í tveimur blokkum umhverfis húsagarð og bílastæði verða fyrir 676 bíla. Framkvæmdum er að mestu lokið.