EINARSHÚS á Eyrarbakka fékk stutta flugferð í dag, þegar það var fært af sínum gamla grunni á nýjan. Húsið var byggt 1888 fyrir Einar Jónsson borgara, einn fyrsta íslenska kaupmanninn á Eyrarbakka. Hann var faðir þeirra Sigfúsar Einarssonar tónskálds og Elsu Sigfúss söngkonu.
Eyrarbakki

Gamalt hús fært

á nýjan grunn EINARSHÚS á Eyrarbakka fékk stutta flugferð í dag, þegar það var fært af sínum gamla grunni á nýjan. Húsið var byggt 1888 fyrir Einar Jónsson borgara, einn fyrsta íslenska kaupmanninn á Eyrarbakka. Hann var faðir þeirra Sigfúsar Einarssonar tónskálds og Elsu Sigfúss söngkonu. Núverandi eigendur eru Þórir Erlingsson, veitingamaður á Kaffi Lefolii, og kona hans, Katrín Þráinsdóttir, íþróttakennari. Þau ætla sér að gera húsið sem líkast því er það var í upphafi.