FASTEIGNASÖLURNAR Íbúð og Húsafell hafa verið sameinaðar undir nýju nafni, Eignanaust ehf. Báðar þessar fasteignasölur hafa verið starfandi um árabil. Framkvæmdastjóri og sölustjóri hins nýja fyrirtækis er Jón Kristinsson, sem áður rak fasteignasöluna Húsafell, en löggiltur fasteignasali er Þórarinn Jónsson lögmaður.
Tvær rótgrónar fast- eignasölur sameinast FASTEIGNASÖLURNAR Íbúð og Húsafell hafa verið sameinaðar undir nýju nafni, Eignanaust ehf. Báðar þessar fasteignasölur hafa verið starfandi um árabil. Framkvæmdastjóri og sölustjóri hins nýja fyrirtækis er Jón Kristinsson, sem áður rak fasteignasöluna Húsafell, en löggiltur fasteignasali er Þórarinn Jónsson lögmaður. Samhliða fasteignasölunni mun Þórarinn reka lögfræðiþjónustu undir nafninu Lögmannsstofan Vitastíg ehf. Gunnar Gunnarsson, fyrrum eigandi Íbúðar, hefur snúið sér að öðrum störfum. "Með sameiningunni telja eigendur sig betur geta þjónað hlutverki sínu sem alhliða fasteignasalar, en í því felst jafnframt sala á fyrirtækjum og skipum, sem lögð verður vaxandi áherzla á," sagði Jón Kristinsson. "Fyrir dyrum stendur m. a. uppfærsla á tölvubúnaði og að innleiða sölukerfi, þannig að betur verður hægt að sinna vaxandi kröfum markaðarins.

Við munum að sjálfsögðu leggja áherzlu á hefðbundna fasteignasölu. Sjálfur hef ég talsverða reynslu af matsstörfum og geri ráð fyrir, að þau verði þýðingarmikill þáttur í starfseminni. Þar að auki mun ég leggja mikla áherzlu á skipasölu á svipaðan hátt og ég hef áður gert." Ólafur Als rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn til fyrirtækisins, en hann mun sjá um markaðs- og auglýsingamál auk almennrar sölu. Fasteignasalan Eignanaust mun starfa að Vitastíg 13, þriðju hæð (húsi Úðafoss), þar sem fasteignasalan Íbúð hafði áður aðsetur, en gagngerar endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu að undanförnu. Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN og eigendur hinnar nýju fasteignasölu, Eignanausts ehf. eru þeir Ólafur Als markaðsstjóri, Þórarinn Jónsson lögmaður og löggiltur fasteignasali og Jón Kristinsson, sölustjóri. Eignanaust hefur aðsetur að Vitastíg 13, þriðju hæð.