Ráðist á mann í miðbænum RÁÐIST var á ungan mann í miðbæ Akureyrar um helgina og honum veittir áverkar í andliti. Maðurinn kom sér sjálfur slysadeild en samkvæmt læknisráði þurfti að hafa eftirlit með honum þar sem talið var að hafi fengið þungt höfuðhögg.
Ráðist á mann í miðbænum

RÁÐIST var á ungan mann í miðbæ Akureyrar um helgina og honum veittir áverkar í andliti. Maðurinn kom sér sjálfur slysadeild en samkvæmt læknisráði þurfti að hafa eftirlit með honum þar sem talið var að hafi fengið þungt höfuðhögg.

Sá sem talinn er hafa ráðist á unga manninn er einnig mjög ungur og hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Fjórir menn þurftu að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunarástands. Einn þeirra hafði skemmt stól á kaffihúsi og verið starfsfólki og kaffihúsagestum til mikilla leiðinda.

Helgin fór annars nokkuð rólega fram þrátt fyrir að mikill fjöldi væri í miðbænum bæði kvöldin. Mjög gott veður var á Akureyri um helgina og naut fólk þess að vera úti.