dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " Í dag er þriðjudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 1997. Orð dagsins: Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis.

(Gal. 2, 21.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Freyja og Arnarfell kom í nótt. Í gær fóru Delphin, Langenes, Skógarfoss, Dettifoss, Húnröst, Faxi, Júpíter, Daníel D, Naja Arctica og Guðrún Hlín. Spánski togarinn Pescaberbes Dos, Goðafoss og Brúarfoss eru væntanlegir fyrir hádegi og Skagfirðingur fer.

Hafnarfjarðarhöfn: Flutningaskipið Haukur fór í gær. Þá komu af veiðum Haraldur Kristjánsson, Tjaldur og Orlik. Dettifoss var væntanlegur.

Fréttir

Kattholt. Flóamarkaðurinn er opinn alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14-17.

Umsjónarfélag einhverfra. Skrifstofan Fellsmúla 26, 6. hæð er opin alla þriðjudaga frá kl. 9-14. S. 588-1599, símsvari fyrir utan opnunartíma, bréfs. 568-5585.

Mannamót

Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa, opnað aftur mánudaginn 11. ágúst nk. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á vegum íþrótta- og tómstundaráðs verða í sumar á þriðjudögum og fimmtudögum á breyttum tíma kl. 9.45. Kennari: Edda Baldursdóttir.

Hraunbær 105. Fimmtudaginn 3. júlí kl. 9.30 verður farið um helstu söguslóðir Njálu. Hádegishressing á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Leiðsögumaður verður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Uppl. í s. 587-2888.

Furugerði 1. Kl. 9 böðun og handavinna, kl. 13 frjáls spilamennska og kaffiveitingar.

Árskógar 4. Bankaþjónusta kl. 10-12. Handavinna kl. 13-16.30.

Bólstaðarhlíð 43. Spilað á miðvikudögum frá kl. 13-16.30.

Hraunbær 105. Í dag kl. 9.30 boccia og leikfimi kl. 11-12.

Aflagrandi 40. Dansað kl. 11 með Sigvalda.

Vitatorg. Í dag kaffi kl. 9, leikfimi kl. 10, handmennt kl. 10-14, golfæfing kl. 13, félagsvist kl. 14, kaffi kl. 15.

Norðurbrún 1. Félagsvist á morgun kl. 14. Kaffiveitingar og verðlaun.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Laugardaginn 5. júlí fara Göngu-Hrólfar í fræðasetrið í Sandgerði. Uppl. á skrifstofu í s. 552-8812. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 4. júlí nk.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Farið verður á Snæfellsnes kl. 9 stundvíslega, á morgun, miðvikudaginn 2. júlí frá Gjábakka.

Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til 2ja daga fræðpslunámskeiðs í plöntugreiningu og í notkun gróðurkorta í nágrenni Reykjavíkur dagana 5.-6. júlí. Báða dagana verður farið frá Náttúrufræðistofnun að Hlemmtorgi kl. 13 og verið úti í mörkinni 4-5 stundir. Leiðbeinendur verða Eyþór Einarsson, grasafræðingur, Guðmundur Guðjónsson, landfræðingur og Einar Gíslason, kortagerðamaður. Uppl. og skráning á skrifstofu HÍN s. 562-4757.

Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi býður húsmæðrum á öllum aldri að dvelja á Flúðum dagana 10.-15. ágúst. Auk hefðbundinnar dagskrár verður boðið upp á vatnsleikfimi, morgunleikfimi, danskennslu o.fl. undir stjórn íþróttakennara. Uppl. og skráning hjá Ólöfu í s. 554-0388 og Elísabetu í s. 564-1309.

Ferjur

Akraborgin fer alla daga frá Akranesi kl. 8, 11, 14 og 17. Frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Á sunnudögum í sumar er kvöldferð frá Akranesi kl. 20 og frá Reykjavík kl. 21.30.

Herjólfur fer alla daga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12. Fimmtudaga föstudaga og sunnudaga frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19.

Breiðafjarðarferjan Baldur fer daglega frá Stykkishólmi kl. 10 og 16.30 og frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30.

Hríseyjarferjan Sævar. Daglegar ferðir frá Hrísey eru frá kl. 9 á morgnana á tveggja tíma fresti til kl. 23 og frá Árskógssandi á tveggja tíma fresti frá kl. 9.30- 23.30.

Fagranesið er að hefja ferðir milli Ísafjarðar og Arngerðareyri. Farið verður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá Ísafirði kl. 10 og frá Arngerðareyri kl. 13.30. Einnig farið alla daga nema laugardaga frá Ísafirði kl. 18 og frá Arngerðareyri kl. 21. Uppl. í s. 456-3155.

Kirkjustarf

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17.

Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.

Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10-12.

Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests á viðtalstímum hans.

Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30 í dag.

Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8. 9. og 10. bekk.

Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 16-18 og starfsfólk verður í Kirkjulundi á sama tíma.

Borgarneskirkja. Helgistund alla þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorgnar í Félagsbæ kl. Landakirkja. Bænasamvera í KFUM og K húsinu kl. 20.

«