FRÁ og með þessum mánaðamótum á norski fiskiskipaflotinn kost á fjárfestingarstyrkjum úr þróunarsjóði atvinnuveganna en tilgangur sjóðsins er meðal annars að efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Byggðastefnan í Noregi

Auknir styrkir til

nýsmíða á skipum

FRÁ og með þessum mánaðamótum á norski fiskiskipaflotinn kost á fjárfestingarstyrkjum úr þróunarsjóði atvinnuveganna en tilgangur sjóðsins er meðal annars að efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.

Styrkirnir eiga að renna til nýsmíði eða breytinga á skipum, sem fengið hafa smíðastyrk, og í einstaka tilfelli er leyfilegt að veita þá til kaupa á notuðu skipi. Það á þó aðeins við um Finnmörk og Norður-Troms.

Skip, sem veiða á grunnslóð og eru á bilinu 15 til 34 m löng, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um þessa styrki en hvað stóru skipin varðar, sem sækja lengra, skulu skip með aflahlutdeild hafa forgang. Það á einnig við um skip, sem reyna að vinna betur úr aukaafla og úrgangi.

Auk þessa hefur verið opnað fyrir áhættulán og tryggingar vegna nýsmíða þar sem ekki er um smíðastyrk að ræða.