"NÚ er ljóst að læknislaust verður í Grundarfirði í júlí og ágúst þar sem ekki hefur fengist læknir til að leysa af í sumarleyfi. Allt útlit er fyrir að loka verði heilsugæslustöðinni á meðan það ástand varir.

Læknislaust á

Grundarfirði

"NÚ er ljóst að læknislaust verður í Grundarfirði í júlí og ágúst þar sem ekki hefur fengist læknir til að leysa af í sumarleyfi. Allt útlit er fyrir að loka verði heilsugæslustöðinni á meðan það ástand varir.

Stjórn heilsugæslustöðvarinnar leitar nú allra leiða til þess að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma.

Í Grundarfirði búa u.þ.b. 1000 manns og er þar mjög öflugt atvinnulíf, einkum í fiskvinnslu og útgerð. Í tilefni af 100 ára verslunarafmæli staðarins má búast við miklum fjölda ferðamanna í sumar," segir í fréttatilkynningu frá stjórn heilsugæslustöðvarinnar.