Minnisvarði um Jónas afhjúpaður HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra afhjúpaði minnisvarða um þjóðskáldið og náttúrfræðinginn Jónas Hallgrímsson í Jónasarlundi í Öxnadal sl. laugardag.
Minnisvarði

um Jónas afhjúpaður

HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra afhjúpaði minnisvarða um þjóðskáldið og náttúrfræðinginn Jónas Hallgrímsson í Jónasarlundi í Öxnadal sl. laugardag. Það voru stjórn Jónasarlundar og vinir Jónasar sem létu gera minnisvarða um þetta mikla ljóðskáld, sem fæddist að Hrauni í Öxnadal fyrir um 190 árum síðan, 16. nóvember 1807.

Við athöfnina á laugardag flutti Hannes Pétursson skáld ræðu um Jónas og Mánakórinn söng nokkur lög undir stjórn Michaels Jóns Clark. Eftir athöfnina var gestum boðið til kaffisamsætis í Gistiheimilinu Engimýri.

Á myndinni stendur Halldór Blöndal, samgönguráðherra við minnisvarðann í Jónasarlundi.

Morgunblaðið/Björn Gíslason