MESUT Yilmaz tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands í gær og lauk þar með hálfs mánaðar óvissutíð í stjórnmálum landsins. Yilmaz, sem er hægrimaður, sagði í gær að stjórn sín myndi binda enda á deilur um hlutverk íslams í opinberu lífi og þar með myndi hverfa hættan á að herinn tæki að hlutast til um stjórn landsmála.

Yilmaz

tekur við í

Tyrklandi

Ankara. Reuter.

MESUT Yilmaz tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands í gær og lauk þar með hálfs mánaðar óvissutíð í stjórnmálum landsins. Yilmaz, sem er hægrimaður, sagði í gær að stjórn sín myndi binda enda á deilur um hlutverk íslams í opinberu lífi og þar með myndi hverfa hættan á að herinn tæki að hlutast til um stjórn landsmála. Markmiðið með myndun stjórnarinnar er að koma í veg fyrir að múslimar úr flokki Necmettins Erbakans, fráfarandi forsætisráðherra, geti verið áfram við völd.

"Þetta verður stjórn sem leggur áherslu á borgaraleg, lýðræðisleg og frelsishvetjandi gildi," sagði Yilmaz á fréttamannafundi eftir að Suleyman Demirel, forseti landsins, útnefndi hann til embættis forsætisráðherra.