HIÐ glæsilega Borghese-safn, sem lokað hefur verið í fjórtán ár vegna viðgerða og endurnýjunar, var opnað að nýju í Róm um helgina. Auk viðgerðanna var bætt við sýningarrými í kjallara hússins. Safnið er til húsa í Villa Borghese.
Reuter

Borghese-safnið opnað

HIÐ glæsilega Borghese-safn, sem lokað hefur verið í fjórtán ár vegna viðgerða og endurnýjunar, var opnað að nýju í Róm um helgina. Auk viðgerðanna var bætt við sýningarrými í kjallara hússins.

Safnið er til húsa í Villa Borghese. Húsið var byggt á árunum 1613-1616 og er aðal safnsins málverk frá barrok-tímanum og fornar höggmyndir en stór hluti verkanna var í eigu Páls II páfa og Borghese-fjölskyldunnar, sem hann var skyldur. Húsið komst í eigu ítalska ríkisins árið 1902.

Á myndunum sést yfir einn af sölum safnsins, svo og styttan af Paolinu eftir Canova, sem sýningargestur dáist að.