Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir Í dag kveðjum við hjónin Eyvöru Þorsteinsdóttur, sem við kynntumst fyrir tveimur áratugum. Um leið og við þökkum henni samfylgdina rifjast upp minningabrot og atvik frá þessu tímaskeiði, sem við geymum í hjörtum okkar. Það voru okkur ákveðin forréttindi að fá að ganga þennan spöl með Eyvöru og kynnast mannkostum hennar. Kveðjustundin er sár, en við trúum því að hún gangi nú til fagnaðarfundar við þá sem á undan fóru, og jafnframt að hún taki á móti okkur jafn fagnandi og hún gerði alltaf, þegar þar að kemur.

Kveðjustund, er sála mætir sál,

menn sjá það best,

að sætin auð þau eiga skýrra mál,

en annað flest.

Og börn og vinir blessa minning þá,

sem brosa við þeim arni þeirra þá.

(Kristín Sigfúsdóttir.) Elsku Jón og systur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstund.

Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson.