Hvammstanga-Vestur-Húnvetningar héldu í fyrsta sinn atvinnulífssýningu en hún var haldin á Hvammstanga á laugardag og sunnudag sl. Vel á þriðja þúsund manns komu á sýninguna. Um þrjátíu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í Vestur- Húnavatnssýslu sýndu á glæsilegan hátt starfsemi sína bæði í Félagsheimilinu og á útisvæði þar í grennd.
Atvinnulífssýning á Hvammstanga

Hvammstanga - Vestur-Húnvetningar héldu í fyrsta sinn atvinnulífssýningu en hún var haldin á Hvammstanga á laugardag og sunnudag sl. Vel á þriðja þúsund manns komu á sýninguna.

Um þrjátíu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í Vestur- Húnavatnssýslu sýndu á glæsilegan hátt starfsemi sína bæði í Félagsheimilinu og á útisvæði þar í grennd.

Sýninguna opnuðu ungir hlauparar sem voru að ljúka þolhlaupi milli Brúar í Hrútafirði og Hvammstanga. Alþingismenn heiðruðu sýninguna með komu sinni. Að sögn Kolbeins Þórs Bragasonar, framkvæmdastjóra Hagfélagsins, stendur upp úr góð aðsókn sem fór fram úr björtustu vonum og metnaðarfullt framlag þátttakenda.

Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson ÞAÐ voru ungir hlauparar sem opnuðu Atvinnulífssýningu á Hvammstanga síðustu helgi.