7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Var villtur í þrjá sólarhringa í í frumskógi í Guatemala

Fannst þrekaður eftir mikla leit

EINAR Ágústsson, 24 ára maður, sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands síðastliðið vor, fannst á lífi á þriðjudag en þrekaður mjög eftir að hafa villst í frumskógi í Guatemala í Suður-Ameríku. Hann hélt kyrru fyrir í frumskóginum í þrjá sólarhringa og var illa bitinn af moskítóflugum og með snert af malaríu þegar hann fannst.
Var villtur í þrjá sólarhringa í í frumskógi í Guatemala

Fannst þrekaður

eftir mikla leit

EINAR Ágústsson, 24 ára maður, sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands síðastliðið vor, fannst á lífi á þriðjudag en þrekaður mjög eftir að hafa villst í frumskógi í Guatemala í Suður-Ameríku. Hann hélt kyrru fyrir í frumskóginum í þrjá sólarhringa og var illa bitinn af moskítóflugum og með snert af malaríu þegar hann fannst. Ágúst Einarsson þingmaður, faðir Einars, þakkar íslenskum stjórnvöldum og stjórnvöldum í Guatemala það að pilturinn komst lífs af úr þessum háska.

Einar leggur stund á spænskunám við bandarískan skóla í Guatemala. Síðastliðinn laugardag fór hann í ferð inn að frægum Maya-rústum í frumskógi í vesturhluta Guatemala. Hann hafði með sér hálfa vatnsflösku og var án matar enda hafði hann fengið upplýsingar um að færi hann ákveðna slóð kæmist hann í vatnsból. Áður en hann komst að vatnsbólinu villtist hann. Ágúst segir að auðvelt sé að villast á þessum slóðum, þarna sjáist ekki til sólar og erfitt sé yfirferðar.

"Hann gerði það eina rétta í stöðunni þegar hann uppgötvaði að hann var villtur, með því að halda kyrru fyrir. Það uppgötvaðist hins vegar ekki fyrr en sólarhring síðar að hann var týndur og hófst þá fyrsta leit. Við fréttum af þessu hér heima á mánudaginn í gegnum skólann. Talið var langlíklegast að hann hefði farið inn að rústunum og villst. Það hefur komið fyrir að ferðamenn hafa villst þarna," sagði Ágúst.

Ágúst talaði við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á mánudaginn og hét hann strax fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Atli Ásmundsson í ráðuneytinu vann að málinu ásamt Einari Benediktssyni sendiherra í Washington og Sveini Björnssyni sendiráðsritara. Ákveðið var að Sveinn færi strax til Guatemala og haft var samband við sendiherra Guatemala í Washington og bandaríska sendiherrann í Guatemala.

Ágúst segir að leitin hafi ekki hafist af fullum krafti fyrr en á þriðjudag. Kallaðar voru út hersveitir á mánudag og viðbótarhersveitir og þyrlusveitir á þriðjudag. Þyrlur flugu yfir svæðið, einkum í þeim tilgangi að Einar heyrði í þeim og vissi þá af því að leit væri í gangi. Ágúst segir að Einar hafi orðið var við þyrlurnar og haldið áfram kyrru fyrir.

"Hann fannst síðan eftir hádegi á þriðjudag og hafði þá verið þrjá sólarhringa í skóginum. Hann fékk strax aðhlynningu og var fluttur í nálæga borg. Síðan var flogið með hann til Guatemalaborgar og gekkst hann undir læknisskoðun þar. Hann flýgur síðan ásamt Sveini Björnssyni til Bandaríkjanna og þaðan til Íslands þegar fyrir liggur að hann sé nægilega heill heilsu til að þola þann flutning," sagði Ágúst.

EINAR Ágústsson fannst þrekaður í frumskógi í Guate mala eftir að hafa verið villtur þar í þrjá sólarhringa.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.