12. október 1997 | Bílar | 215 orð

Hafa þegar smíðað tvö þúsund dráttarbeisli

HJÁ Víkurvögnum, sem eru með aðsetur við Síðumúla í Reykjavík, hafa um árabil verið framleiddir margs konar vagnar og kerrur fyrir fólksbíla sem jeppa. Fyrirtækið flytur einnig inn margs konar hluti til kerrusmíða og aukahluti, svo sem ljós, beisli, fjaðrabúnað og hemla.
Hafa þegar smíðað tvö þúsund dráttarbeisli

HJÁ Víkurvögnum, sem eru með aðsetur við Síðumúla í Reykjavík, hafa um árabil verið framleiddir margs konar vagnar og kerrur fyrir fólksbíla sem jeppa. Fyrirtækið flytur einnig inn margs konar hluti til kerrusmíða og aukahluti, svo sem ljós, beisli, fjaðrabúnað og hemla.

Sveinn Þórarinsson segir að alls starfi sjö manns hjá fyrirtækinu og að mesta umsetningin sé í smíði jeppa- og fólksbílakerra svo og smíði og ásetningu dráttarbeisla. Hafa þegar verið smíðuð og seld tvö þúsund beisli í ár. Meðalverð á dráttarbeisli fyrir fólksbíl er 24.900 komið undir bílinn með rafmagnstengingu sem nú er áskilin. Þá er skylt að hafa hemlabúnað á kerrum sem bera eiga 750 kg eða meira. Að sögn Sveins er hörð samkeppni við innfluttar kerrur. Kerrur frá Víkurvögnum eru smíðaðar úr stáli og galvaniseraðar. Auk jeppa- og fólksbílakerra smíðar fyrirtækið talsvert af snjósleðakerrum og eru þær m.a. boðnar með yfirbyggingu úr plasti. Þá má telja nýjung hjá fyrirtækinu þar sem eru vinnuskúrar og frystigámar.

Ýmsir aukahlutir eru fluttir inn frá Bretlandi og má þar nefna fjaðrabúnað fyrir allt milli 900 kg og 10 tonn, hemla, hásingar og öxla, jeppakúlur, kerrulæsingar, bretti á kerrur og vagna og reiðhjólafestingar fyrir dráttarkúlur.

MEÐAL þess sem Víkurvagnar framleiða eru þessar kerrur sem henta bæði fólksbílum og jeppum. Þær eru með

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.