Upp úr síðustu aldamótum urðu bárujánshúsin hinn íslenski Sveitserstíll, þ.e. járnklædd hús með fínum trésmíðafrágangi. Stefán Örn Stefánsson segir frá nokkrum atriðum í endurnýjun ytra útlits hússins Þingholtsstræti 24, sem fellur vel undir greinda skilgreiningu.


Endurnýjun útlits á Þingholtsstræti 24

Upp úr síðustu aldamótum urðu bárujánshúsin hinn íslenski Sveitserstíll, þ.e. járnklædd hús með fínum trésmíðafrágangi. Stefán Örn Stefánsson segir frá nokkrum atriðum í endurnýjun ytra útlits hússins Þingholtsstræti 24, sem fellur vel undir greinda skilgreiningu. Það hús er nú nærri hundrað ára gamalt og hafa eigendur, Sveinn Þórisson og Viðar Eggertsson, undanfarin ár verið að gera húsið upp að innan og breyta því til samræmis við nýjar þarfir, en innan þess ramma sem aldur hússins setur. Sveinn ætlar að nota breytingar á rishæð hússins sem hönnnunarverkefni í námi sínu í iðnhönnun. Þeir félagar fengu svo fyrir nokkru styrk frá Reykjavíkurborg og Húsafriðunarsjóði til þess að gera upp ytra útlit hússins og fengu arkitekta á Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 s/f til þess að hanna þær breytingar. Mikil hjálp var að því að til var ljósmynd og teikningar af upphaflegri gerð hússins. Í viðtalsgrein er rætt við Svein Þórisson og Stefán Örn Atefánsson um þær breytingar sem gerðar hafa verið á Þingholtsstræti 24 og í því sambandi fjallað um hvernig standa skuli að svona húsabreytingum og endurnýjun þannig að húsið sé fært sem næst sínu upphaflega útliti. /16