BYRGIÐ er kristilegt líknarfélag sem stofnað var 1. desember 1996 af kristnum einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá fíkn og öðrum vandamálum sem áfengi og fíkniefnum fylgir. "Megintilgangur Byrgisins er að boða kristna trú og hjálpa þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Byrgið rekur í dag tvö meðferðarheimili í Hafnarfirði, á Hvaleyrarbraut 23 og á Vesturgötu 18.

Byrgið tekur

Hlíðardals-

skóla á

leigu

BYRGIÐ er kristilegt líknarfélag sem stofnað var 1. desember 1996 af kristnum einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá fíkn og öðrum vandamálum sem áfengi og fíkniefnum fylgir.

"Megintilgangur Byrgisins er að boða kristna trú og hjálpa þeim sem minnst mega sín í samfélaginu.

Byrgið rekur í dag tvö meðferðarheimili í Hafnarfirði, á Hvaleyrarbraut 23 og á Vesturgötu 18. Í þessum húsum er pláss fyrir 30 vistmenn. Nú í október 1997 er Byrgið að taka Hlíðardalsskóla á leigu og mun þá bætast við starfsemina pláss fyrir 70 vistmenn til viðbótar. Aðstaða í Hlíðardalsskóla verður öll hin besta, m.a. sundlaug og íþróttasalur," segir í fréttatilkynningu.

Ennfremur segir: "Meðferðin á Byrginu byggist á hópmeðferð, fyrirlestrum, bænastundum, Biblíulestri, AA-fundum og hreyfingu. Á miðvikudögum kl. 20 er opinn AA- sporafundur að Hvaleyrarbraut 23, Hafnarfirði og á föstudögum kl. 20.30 er almenn samkoma á sama stað. Á þessum samkomum þjóna prestar úr ýmsum kirkjum.

Byrgið hefur ekki notið neinna opinberra styrkja. Allt starf hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu. Stafsemin hefur að öðru leyti verið fjármögnuð með leigutekjum þeirra vistmanna sem geta greitt og velvilja fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga."