NÚ hefjum við senn þriðja árþúsundið, þá er tímabært að við hugsum til mannkynssögunnar og reynum að skilja hina upprunalegu hugsjón Guðs með sköpuninni. Við verðum að setja okkur eilíft markmið um það hvernig við ætlum að lifa í framtíðinni og vera síðan staðráðin í því að fylgja þeim markmiðum eftir.
Heimsfriðarsamband fjölskyldna

Þormari Jónssyni og Pauline S. Thorsteinsson:

NÚ hefjum við senn þriðja árþúsundið, þá er tímabært að við hugsum til mannkynssögunnar og reynum að skilja hina upprunalegu hugsjón Guðs með sköpuninni.

Við verðum að setja okkur eilíft markmið um það hvernig við ætlum að lifa í framtíðinni og vera síðan staðráðin í því að fylgja þeim markmiðum eftir.

Hin upprunalega hugmynd Guðs með sköpuninni var fyrir Adam og Evu að vera hinir fyrstu sönnu foreldrar og að skapa sanna fjölskyldu með Guð í miðpunkti, skapandi á þann hátt eilífan grunn fyrir Guð að lifa hér á jörðu, og síðan gæti orðið sönn þjóð og sannur heimsfriður.

Herra endurkomunnar kemur

Í fjölskyldu Adams gat Adam ekki uppfyllt vilja Guðs um hina sönnu fjölskyldu og orðið sannur sem foreldri vegna syndafalls síns. Vegna þess varð Jesú að koma og endurreisa mistök Adams á þjóðargrundvelli. Vegna syndafalls hins fyrsta Adams, þá kom Jesú sem Messías og sem hinn annar Adam. Jesús náði heldur ekki að stofna fjölskyldu sannra foreldra. Vegna þess lofaði hann endurkomu sinni. Þess vegna mun hinn þriðji Adam koma og endurreisa hlutverk sannra foreldra á heimsgrundvelli. Það er hlutverk herra endurkomunnar sem kemur sem þriðji Adam. Herra endurkomunnar kemur sem uppfylling á hinu endanlega testamentis-tímabili og verður að uppfylla öll þau loforð sem ekki voru uppfyllt á tímum Gamla og Nýja testamentisins. Með öðrum orðum, þá verður hann að koma á fót um heim allan sönnum fjölskyldum tengdum Guði í gegnum hina heilögu blessunarathöfn.

Heilög blessun

Heilög blessunarathöfn 360 þúsund hjóna og para var haldin 25. ágúst 1995 á Ólympíu-leikvanginum í Seoul. Við undirbúning fyrir heilaga alþjóðlega blessunarathöfn 3,6 milljóna hjóna, sem haldin verður 29. nóv á þessu ári, þá hafa þegar 3,6 milljónir hjóna hlotið undirbúningsblessun. Grundvöllur að þessum sigursæla áfanga er markmiðið að blessun Guðs geti náð til 36 milljóna hjóna, sem munu skapa grunn fyrir sögulegan vendipunkt við sköpun Guðsríkis á Jörðu. Í raun er hugsjónin um sannar fjölskyldur, með Guð og sanna foreldra í miðpunkti, rótin að þjóðlegri og alheims-hugsjón sem allt mannkyn verður að leita eftir og grundvalla. Endurreisnarforsjá Guðs mun þar með finna sinn endanlega áfangastað og öll trúarbrögð munu þar með uppfylla sitt sögulega hlutverk.

Tímabili trúarbragða og einstaklings-frelsunar er þar með lokið og öld fjölskyldu-frelsunar er byrjuð.

Af þessari ástæðu hafa Samtök heimsfriðar og sameiningar fætt af sér mun stærri, alþjóðleg fjölskyldu-samtök, algerlega óháð trúarbrögðum. Heimsfriðar og sameiningarsamband fjölskyldna.

Borgarar þessarar þjóðar og heimsleiðtogar, nú getið þið stutt sköpun heimsfriðar í gegn um sannar fjölskyldur með því að taka þátt í alþjóðlegri heilagri blessun 36 miljóna hjóna óháð litarhætti, þjóðerni eða trúarbrögðum.

ÞORMAR JÓNSSON,

PAULINE S. THORSTEINSSON,

form. undirbúningsnefndar Heimsfriðarsambands fjölskyldna.