30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 122 orð

Sænsk jólaskinka

Sykursaltað grísalæri er soðið í 45 mínútur á hvert kíló. Eftir suðu er pörunni flett af og fitunni eftir smekk. Lærið hjúpað. Rauðvínshjúpur miðað við 2 kg læri 250 gr tómatsósa 75 gr franskt sinnep (súrt) 200 gr sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1 dl coca-cola 100 gr sykur Allt hráefnið hrært vel saman að sykrinum undanskildum.
Sænsk jólaskinka

Sykursaltað grísalæri er soðið í 45 mínútur á hvert kíló. Eftir suðu er pörunni flett af og fitunni eftir smekk. Lærið hjúpað.

Rauðvínshjúpur

miðað við 2 kg læri

250 gr tómatsósa

75 gr franskt sinnep (súrt)

200 gr sýrður rjómi

2 dl rauðvín

1 dl coca-cola

100 gr sykur

Allt hráefnið hrært vel saman að sykrinum undanskildum. Hann er brúnaður í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínshjúpnum hrært út í. Lærið er sett í ofnskúffu og sykri sáldrað yfir lærið. Látið ofninn vera á yfirhita eingöngu þar til sykurinn verður gullinnbrúnn. Þá er rauðvínshjúp penslað á 2-3 sinnum á meðan lærið brúnast og myndast fallegur og girnilegur hjúpur á lærið. Má borða hvort sem er heitt eða kalt.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.