RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR

Ragnar Ottó Arinbjarnar fæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Arinbjarnar læknir, f. 8. október 1892, d. 5. mars 1947, og Guðrún Ottósdóttir Tulinius kennari, f. 4. apríl 1898, d. 9. júlí 1980. Bróðir hans var Halldór Arinbjarnar læknir, f. 4. september 1926, d. 4. júní 1982. Ragnar kvæntist 23. desember 1954 Vigdísi Finnbogadóttur. Þau skildu. 14. desember 1963 kvæntist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Grétu Pálsdóttur. Ragnar lætur eftir sig fjögur uppkomin börn: Johan Petersen, Arnar Arinbjarnar, Guðrúnu Arinbjarnar og Halldór Ottó Arinbjarnar. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1957. Að námi loknu starfaði hann í Danmörku og Svíþjóð, en fluttist heim árið 1960 og starfaði á Hólmavík og í Kópavogi, en var læknir í Reykjavík frá 1962. Útför Ragnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.