10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 731 orð

Jóhann missti niður unnið tafl

SKÁK HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í SKÁK Groningen

Undanúrslit heimsmeistaramótsins í skák fara fram 8.­30. desember og eru með útsláttarformi. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu. HEIMSMEISTARAMÓT alþjóðaskáksambandsins hófst í gær í Groningen í Hollandi. Á mótinu tefla 98 keppendur, þeirra á meðal eru þrír íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Áss Grétarsson.
Jóhann missti nið-

ur unnið tafl

SKÁK

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í SKÁK

Groningen

Undanúrslit heimsmeistaramótsins í skák fara fram 8.­30. desember og eru með útsláttarformi. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu.

HEIMSMEISTARAMÓT alþjóðaskáksambandsins hófst í gær í Groningen í Hollandi. Á mótinu tefla 98 keppendur, þeirra á meðal eru þrír íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Áss Grétarsson. Mótið er teflt í tveggja skáka úrsláttareinvígjum, með styttri skákir í bráðabana, ef keppendur verða jafnir. Íslendingunum tókst ekki að vinna skákir sínar í gær, þótt þeir hefðu allir hvítt. Þeir eiga því erfitt verkefni fyrir höndum í dag. Jóhann tefldi við stórmeistarann Sarunas Sulskis frá Litháen, en við Íslendingar munum eftir honum frá ólympíumótinu í Jerevan í fyrra, þegar hann féll í yfirlið í miðri skák við Margeir. Litháinn barðist af hörku í skákinni við Jóhann og fórnaði skiptamun fyrir sterka stöðu riddara. Jóhann komst yfir í unnið endatafl, en augnabliks andvaraleysi olli því, að Sulkis náði þrátefli.

Margeir mætti stórmeistaranum Lembit Oll frá Eistlandi. Margeir tefldi af krafti og fórnaði peði fyrir hættuleg sóknarfæri. Andstæðingurinn náði þó undirtökunum með því að gefa peðið til baka. Oll tefldi framhaldið mjög vel og réð Margeir ekki við snjalla taflmennsku hans. Helgi Áss Grétarsson tefldi við Miguel Illescas, stórmeistara frá Spáni. Skákin varð fremur tíðindalítil og lauk með jafntefli, eftir mikil mannakaup. Í gær var teflt á 34 borðum og voru úrslit í flestum skákum í samræmi við skákstig keppenda. Þó er vert að geta þess, að Kindermann (Þýskalandi) vann Yermolinsky (Bandaríkjunum, Slobodan (Þýskalandi) vann Leko (Ungverjalandi), franska undrabarnið Bacrot gerði jafntefli með svörtu við Georgadze (Georgíu), Morozevitsj (Rússlandi) vann Smyslov (Rússlandi) og Garcia (Kólumbíu) vann Sutovskíj (Ísrael).

Í dag verður seinni skákin í 1. umferð tefld, og á morgun verða þau einvígi útkljáð í bráðabana sem standa jöfn. Önnur umferð hefst svo á fimmtudag, en þá bætast 28 skákmenn við þá 34 sem komast áfram í 1. umferð. Mótið verður vafalaust bæði spennandi og skemmtilegt, en það veldur þó vonbrigðum, að tveir stigahæstu skákmenn heims, Kasparov og Kramnik tefla ekki á mótinu. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Sarunas Sulskis Drottningarbragð 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6 3. Rf3 - d5 4. d4 - Be7 5. Bg5 - 0-0 6. e3 - Rbd7 7. cxd5 - exd5 8. Dc2 - He8 9. Bd3 - c6 10. 0-0-0!? - -- Oftast hrókar hvítur stutt í þessari stöðu, t.d. 10. 0-0 - Rf8 11. Hab1 - a5 12. a3 - Re4 13. Bxe7 - Dxe7 14. b4 o.s.frv. Jóhann velur aðra áætlun, sem leiðir til flókinnar stöðu, þar sem hvítur sækir á kóngsvæng, en svartur á drottningarvæng. Í stöðunni, sem nú kemur upp, hafa margir álitið, að hvíti riddarinn standi betur á e2 heldur en f3. 10. -- - a5 Kapphlaupið er hafið. 11. h3 - a4 12. Kb1 - b5 13. g4 - g6 14. Hdg1 - a3!? Svartur leyfir hvíti að loka stöðunni á drottningarvæng, en spurningin er hvort ekki hefði verið best að leika 14. -- - Da5. 15. b3 - b4 16. Bxf6 - Rxf6 17. Ra4 - Ba6 18. Re5 - Bxd3 19. Rxd3 - Hxa4!? Þetta var alltaf ætlun svarts. Hann fórnar hrók fyrir riddara, en tryggir sér í staðinn sterka stöðu riddarans síns á c3. 20. bxa4 - c5!? 21. Rxc5 - Bxc5 22. Dxc5 - Re4 23. Dc2 - -- Jóhann má ekki leika 23. Dxb4? - Rxf2 24. Hh2 - Dc7! 25. Hxf2 - Hb8 og hvítur lendir í miklum vandræðum. 23. -- - Df6 24. Hc1 - Dxf2 Svartur fer út í tapað endatafl, en svartur á varla betri leik. 25. Dxf2 - Rxf2 26. Hhf1 - Re4 27. Kc2 - Rc3 28. Kb3 - Hxe3 29. Hce1 - Hxh3 30. He7? - --

Mjög slysalegur leikur, sem gefur svarti jafntefli í tapaðri stöðu. Eftir 26. a5! opnast leið fyrir hvíta kónginn út á a4 og svartur á eftir það enga möguleika á að stöðva frípeð hvíts á a-línunni. 30. -- - Rxa2+! 31. Kxa2 - Hh2+ 32. Kb1 - -- Ekki 32. Kb3?? Hb2+ mát. 32. --- b3! 33. Hb7 - -- Hvítur á ekki betri leik, t.d. 33. Hce1 - Hb2+ 34. Kc1 - Hc2+ 35. Kd1 - a2 og svartur vinnur. 33. -- - Hb2+ 34. Ka1 - Ha2+ 35. Kb1 og keppendur sömdu um jafntefli, því að svartur þráskákar.

Bragi Kristjánsson

JÓHANN Hjartarson var í eldlínunni í Groningen í gær.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.