23. desember 1997 | Úr verinu | 241 orð

Sjómannaalmanak Skerplu og skipaskrá með myndum

Skipaskráin mikið breytt frá fyrri útgáfu

SJÓMANNAALMANAK Skerplu kemur nú út í annað sinn, með mjög breyttu og bættu sniði. Hæst ber skipaskrána, en hún er nú mikið endurbætt. Fyrst má nefna litmyndir af öllum þilfarsfiskiskipum í flotanum. Einnig má nefna að nú er reiknaður út aflvísir flestra skipa.
Sjómannaalmanak Skerplu

og skipaskrá með myndum

Skipaskráin mikið breytt frá fyrri útgáfu

SJÓMANNAALMANAK Skerplu kemur nú út í annað sinn, með mjög breyttu og bættu sniði. Hæst ber skipaskrána, en hún er nú mikið endurbætt. Fyrst má nefna litmyndir af öllum þilfarsfiskiskipum í flotanum. Einnig má nefna að nú er reiknaður út aflvísir flestra skipa. Aflvísir er mælieining (vélarafl x þvermál skrúfu) sem notað er til að skýrgreina takmörk heimilda til togveiða innan landhelginnar.

"Jafnframt má benda á nýjung sem felst í því að settur er fram reiknaður togkraftur skipa, en hann er besta mælieining um togkraft sem til er. Hvorki aflvísir né togkraftur hafa verið birtir fyrir flotann áður, svo hér er um mikilsverða nýjung að ræða og nauðsynlega fyrir skipstjórnendur. Einnig má nefna sérstaka útgerðaskrá. Þar eru ítarlegri upplýsingar um útgerðirnar en í skipaskránni sjálfri, m.a. er getið allra skipa sem hver útgerð er með, auk stærðar þeirra. Jafnframt eru skrár um ný og afskráð skip, vélar, skipaskrárnúmer, kallmerki og umdæmisstafi. Auk þess eru skrár um opna fiskibáta og önnur fiskiskip," segir meðal annars í frétt frá Skerplu.

Margar aðrar nýjungar eru í Sjómannaalmanaki Skerplu 1998. Má þar nefna kafla um aflamark, hugtök og skýringar o.fl. Auk þess eru vitaskuld fastir liðir í sjómannaalmanakinu, kaflar um sjávarföll, vita, fjarskipti, veður, öryggi á sjó, siglingar, lög og reglur o.fl.

Sjómannaalmanak Skerplu 1998 er 816 bls., að stórum hluta litprentað. Leiðbeinandi verð er 3.480 krónur. Bókin fæst í flestum bókabúðum landsins.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.