Í SKÝRSLU Árbókar kirkjunnar 1996 kemur fram íbúafjöldi í hverri sókn og prófastdæmi. Mannfjöldinn á Íslandi er 269.727 skv. skýrslu Hagstofunnar 1. desember 1996. Af þeim eru innan þjóðkirkjunnar 244.060 eða um 90,5%. Í skýrslu Árbókar kemur fram eftirfarandi fjöldi prestakalla með íbúafjölda allt að 1000 manns:
Fækkum presta-

köllum og um leið prestum

Breyta á prestakallaskipan, segir Aðalbjörn Benediktsson, úr miðaldaskipulagi til nútíma samfélags.

Í SKÝRSLU Árbókar kirkjunnar 1996 kemur fram íbúafjöldi í hverri sókn og prófastdæmi. Mannfjöldinn á Íslandi er 269.727 skv. skýrslu Hagstofunnar 1. desember 1996. Af þeim eru innan þjóðkirkjunnar 244.060 eða um 90,5%. Í skýrslu Árbókar kemur fram eftirfarandi fjöldi prestakalla með íbúafjölda allt að 1000 manns:

Tala íbúa í Fjöldi prestakalli prestakalla 1-100 3 100-200 3 200-300 8 300-400 9 400-500 13 500-600 13 =49 600-700 4 700-800 5 800-900 3 900-1000 3 =15 Prestaköll með 1-1000 íbúa samtals 64

Á þessu yfirliti sést að í 49 prestaköllum eru íbúar innan við 600 talsins og í 15 prestaköllum eru 600-1000 íbúar. Þá á eftir að draga frá tölu þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni, en hlutfall þeirra er að meðatali 9,5% til lækkunar á tölum Árbókar kirkjunnar. Á öllu landinu eru 115 prestaköll, en auk sóknarprestanna 115 eru héraðsprestar, aðstoðarprestar og prestar sem þjóna erlendis. Alls greiðir ríkið laun 138 presta.

Skipan prestakalla stendur á gömlum grunni og miðar hún við þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi. Samgöngur hér áður fyrr voru erfiðar, ár óbrúaðar, engir vegir, ekki hægt að ferðast nema gangandi eða ríðandi, hvorki sími né útvarp, engar eða strjálar póstsamgöngur. Skyldur prestanna voru m.a. að húsvitja tvisvar á ári, fylgjast með kunnáttu og siðferðilegri hegðun sóknarbarna og taka manntal að ógleymdu því mikilvæga hlutverki að sjá við lævísi myrkrahöfðingjans svo að hann næði ekki sálum úr hjörð prestsins á sitt vald. Hvert prestakall gat því ekki orðið víðfeðmt og prestar urðu að vera margir. Miklar breytingar hafa á orðið og allar til þess að auðvelda prestum störf sín. Samgöngur eru yfirleitt góðar, ferðast er á bílum, öll tjáningarsamskipti auðveld, fólk getur hlýtt á messu í heimahúsum, húsvitjanir felldar niður og Hagstofan sér um manntalið. Jafnvel hefur slaknað á vítiskenningunni hliðstætt því sem slaknaði á spennu kalda stríðsins milli stórveldanna á okkar tímum og varðstaða prestanna hefur því minnkað. Ljóst liggur því fyrir að starfsgeta fjölda presta er langt frá því að vera fullnýtt (sbr. ofangreint yfirlit).

Til fróðleiks fylgir hér með áætlun í fjárlagafrumvarpi fyrir 1998 um framlag ríkisins til kirkjumála.

Fjárlög Frumvarp Breytingar Rekstrargrunnur, m.kr. 1997 1998 m.kr. Biskup ísland 515,7 581,6 65,9 Kirkjumálasjóður 99,1 106,5 7,4 Kristnisjóður 27,3 29,8 2,5 Kirkjugarðsgj., hlutur kirkjugarða 344,0 369,8 25,8 Kirkjugarðasjóður 30,0 32,2 2,2 Sóknargjald til þjóðkirkjunnar 877,1 942,9 65,8 Sóknargjald til annarra trúfélaga 57,7 61,7 4,0 Sóknargjald til Háskóla Íslands 25,4 27,1 1,7 Jöfnunarsjóður sókna 162,3 169,7 7,4 Samtals 2.138,6 2.321,3 182,7 þjónustutekjur 14,3 26,3 12,0 Mismunur, greitt úr ríkissjóði 2.124,3 2.295,0 170,7 Á yfirlitinu hér að ofan má sjá að kirkjunni eru ætlaðir 2,3 milljarðar af fjárlögum ársins 1998. Óvefengjanlega er hér um að ræða háa upphæð.

Raunhæft er að ætla að hver prestur geti innt af hendi starf sitt með sóma við að þjóna a.m.k. 2000 manns, enda hafa margir mun stærri söfnuð. Með því að stækka prestaköll yrðu þau færri og um leið fækkaði prestum. Fyrsta skrefið væri að sameina fámennustu prestaköllin eins og þau sem eru innan við 1000 íbúa, en þau eru 64 sem fyrr segir. Með slíkri hagræðingu einni saman myndu sparast a.m.k. hundrað milljónir kr. árlega. Auk þess myndi umfang biskupsstofu minnka og hugsanlega létta á guðfræðideild Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hafa tíðar lagabreytingar verið gerðar er snerta þjóðkirkjuna. Enn sýnist þörf á frekari breytingum í því skyni að færa prestakallaskipan úr miðaldaskipulagi til nútíma samfélags og spara við það mikla fjármuni ríkisins.

Höfundur er fyrrverandi bóndi og ráðunautur.

Aðalbjörn Benediktsson