22. september 1989 | Minningargreinar | 796 orð

Jón S. Jóhannesson Mánudaginn 11. september sl. lést Jón Jóhannesson

Jón S. Jóhannesson Mánudaginn 11. september sl. lést Jón Jóhannesson stórkaupmaður, að heimili sínu í Reykjavík, áttræður að aldri. Jón var stofnandi Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR), en það varstofnað 1938. Jón hét fullu nafni Jón Sigurðsson Jóhannesson og var fæddur 17. júní 1909. Saga TBR og Jóns verður ekki sundur skilin. Hann var af mörgum badminton mönnum kallaður "brautryðjand inn" bæði í gamni og alvöru, því það var fyrst og fremst fyrir hans forgöngu að badmintoníþróttin festist í sessi hér á landi. Það mun hafa verið á ferðalagi í Danmörku árið 1933 sem Jón kynntist þessari íþrótt. Hann sá strax að grundvöllur yrði til iðkunar hennar hér á landi, keypti spaða og bolta og flutti með sér til Íslands. Þá hafði hann samband við fólk sem hafði leikið tennis á vegum ÍR og þarmeð var grunnurinn kominn. Leikið var í gamla ÍR-húsinu. Erfitt varað útvega önnur hús fyrst í stað en þegar árin liðu fjölgaði leikfimisölum í Reykjavík. Árið 1938 hafði Jón forgöngu um stofnun TBR og jafnframt varð hann fyrsti formaður þess. Því embætti gegndi hann til ársins 1943 og aftur varð hann formaður TBR á árunum 19451951. Á þessum árum var hann og félagið eitt. Jón var einnig afbragðs fimleikamaður og sem ÍR-ingur varð hann Fimleikameistari Íslands árin 1932, '35, '36 og '37.

Jón var sterkur leikmaður í badminton, einn af toppmönnum landsins í þá daga. Einkum var hann sterkur í einliðaleik. Og eftir góða sigra átti hann til að sýna hvað í honum bjó, og gerði alls konar kúnstir á leikvellinum. Fór t.d. heljarstökk á gólfinu sér og öðrum til gamans svona til þess að rifja upp gamla daga í fimleikum.

Jón kom oft í heimsókn í TBRhúsin síðustu árin. Hann birtist þá óvænt á góðum degi, heilsaði hressilega og spurði hvort gufan væri ekki heit. Það var venja hans að nota ferðirnar til okkar og hressa sig með heitu gufubaði. Og þá var nú spjallað. Hann fylgdist með fé laginu sínu og vildi vita um gamla og nýja félaga. Hverjir ynnu mótin og hvort einhverjir efnilegir væruá leiðinni á toppinn. Jón fór tvisvar með okkur sem áhorfandi í keppnisferðir erlendis. Í annað skiptið var undirritaður með. Það var ferð til Þýskalands og Danmerkur til þátttöku á Evrópumót félagsliða. Þá tók hann þátt í gleði og sorgum leikmanna. Upplifði gömul keppnisátök og lék með okkur í andanum. Ánægður var hann og upp með sér eftir hvern unninn sigur, og jafn sárt þótti honum að sjá félagið sitt liggja í valnum í lokin. Jón fór aftur með liðinu í Evrópukeppnina sl. haust þá 79 ára að aldri. Þá var haldið til Moskvu. Má á því sjá hve hann var vel á sig kominn líkamlega, að hann treysti sér til þeirrar langferðar. Menn eins og Jón sem stunda íþróttir frá unga aldri njóta þeirra vissulega í ellinni. Íþróttirnar auka líkamlegt og andlegt heilbrigði. Engum manni sem sá tilhans síðustu árin datt í hug að þarfæri maður á áttræðisaldri.

Jón var einstaklega ljúfur maður og þægilegur í viðmóti. Hann var jafnan í góðu skapi og gerði að gamni sínu. Ýmsar sögur sagðihann manni, bæði gamlar og nýjar, og jafnan bar hann með sér hlýju þegar hann kom í heimsókn í TBRhúsin. Eins og sannur íþróttamenn var hann reisulegar í fasi og gekk um með beint bak. Oft talaði ég við hann um hvort hann vildi ekki prufa að spila badminton, svona tilþess að sjá hvort hann kynni þetta ekki enn. Hann tók því jafnan vel, en ekki tókst mér þó að koma honum út á völlinn. "Löppin er ekki alveg nógu góð. Líklega hef ég spyrnt of mikið á vellinum í gegnum tíðina," sagði hann og brosti. "En vissulega væri það gaman."

Jón varð fyrsti heiðursfélagi TBR. Sem slíkur mætti hann jafnan á helstu viðburði badmintoníþrótt arinnar ásamt Katrínu konu sinni. Þau hjónin höfðu gaman af því að hitta gamla vini og kunningja og oft var glatt á hjalla. Á fimmtugsafmæli TBR sl. vetur sungu TBRingar honum til heiðurs vísu eftirKristján Benjamínsson, badminton frömuð. Ég get ekki stillt mig um að láta niðurlag vísunnar fylgja hérmeð, en það er svo:

Jón Jóhannesson!

Við syngjum þér svolítinn brag

þú varst stórhuga sveinn.

Þú ert stæltur og beinn.

Þú ert stolt okkar félags í dag.

Á sama degi og útför Jóns Jó hannessonar heiðursfélaga TBR ferfram, keppir lið TBR í Evrópukeppni félagsliða á Spáni. Jóni hefði eflaust þótt vænt um að fá tækifæri til að fylgjast með liðinu sínu enn einu sinni, en ekki varð þó sú raunin. Hins vegar munu leikmenn TBR minnast hans sem þess manns sem grunninn lagði, sama grunnog stendur enn í dag undir velgengni þeira í badmintoníþróttinni.

Ég votta Katrínu konu Jóns mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og afkomendum þeirra og ættingjum.

Sigfús Ægir Árnason,

framkvstj. TBR.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.