27. september 1989 | Innlendar fréttir | 106 orð

Dæmdur til hælisvistar fyrir morð

Dæmdur til hælisvistar fyrir morð DÓMUR var kveðinn upp í gær í sakadómi Reykjavíkur í máli Bjarna Bernharðs Bjarnasonar, 39 ára, sem var sekur fundinn um að hafa myrt Karl Jóhann Júlíusson, 67 ára, í Reykjavík aðfaranótt 15. nóvember á síðasta ári.

Dæmdur til hælisvistar fyrir morð

DÓMUR var kveðinn upp í gær í sakadómi Reykjavíkur í máli Bjarna Bernharðs Bjarnasonar, 39 ára, sem var sekur fundinn um að hafa myrt Karl Jóhann Júlíusson, 67 ára, í Reykjavík aðfaranótt 15. nóvember á síðasta ári. Bjarni Bernharður var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðbilunar og skal sæta öryggisgæslu ótímabundið á viðeigandi hæli.

Ármann Kristinsson, sakadómari, dæmdi málið.

Hjá dómsmálaráðuneytinu fengust þau svör í gær, að ekki væri hægt að segja til um það strax hvar Bjarni Bernharður yrði vistaður, þar sem dómurinn hefði ekki borist ráðuneytinu. Ekkert hæli er til hérlendis sem er sérstaklega ætlað geðsjúkum afbrotamönnum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.