16. janúar 1998 | Menningarlíf | 218 orð

Halaleikhópurinn frumsýnir Búktalarann

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Búktalarann eftir Þorstein Guðmundsson í Hátúni 12 í kvöld, föstudag, kl. 20.

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Búktalarann eftir Þorstein Guðmundsson í Hátúni 12 í kvöld, föstudag, kl. 20. Leikritið gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma er hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, s.s. töframenn, söngvarar og fimleikafólk.

Halaleikhópurinn frumsýnir Búktalarann

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Búktalarann eftir Þorstein Guðmundsson í Hátúni 12 í kvöld, föstudag, kl. 20.

Leikritið gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma er hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, s.s. töframenn, söngvarar og fimleikafólk.

Fjöldi fólks kemur að sýningunni en með helstu hlutverk fara Guðmundur Magnússon og Guðjón Sigmundsson, auk Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur, Árna Salomonssonar, Jóns Eiríkssonar, Jóns Þórs, Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur og Þóru Sveinsdóttur. Þorsteinn Guðmundsson leikstýrir verkinu.

Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag fatlaðra sem hefur starfað óslitið frá stofnun 27. september 1992 og sett upp eina sýningu á ári og stundum fleiri. Hafa þær jafnan vakið athygli. Fyrsta verkið sem hópurinn færði upp var Aurasálin eftir Moliére og í kjölfarið komu m.a. Allra meina bót eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, Túskildingsóperan eftir Bertold Brecht og Rómeó og Ingibjörg eftir Þorstein Guðmundsson.

Markmið Halaleikhópsins er að "iðka leiklist fyrir alla" og hefur hann með starfi sínu sýnt fram á að þrátt fyrir ýmsar hindranir getur fatlað fólk tekið þátt í leiksýningum.

Fyrirhugaðar eru tíu sýningar á Búktalaranum. Önnur sýning verður á sunnudag og síðan á föstudögum og sunnudögum. Sýningarnar hefjast allar kl. 20.

GUÐMUNDUR Sigmundsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Guðrún Jónsdóttir í hlutverkum.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.