AUBURN bílaverksmiðjan í samnefndri borg í Indiana í Bandaríkjunum var stofnuð árið 1900 og hætti starfsemi 1936. Árið 1924 náði E.L. Cord yfirhöndinni í fyrirtækinu og sameinaði það fyrirtækjaveldi sínu í Auburn, Duesenberg og Lycoming. Í stjórnartíð hans breyttust Auburn bílar til hins betra.

1935 Auburn

AUBURN bílaverksmiðjan í samnefndri borg í Indiana í Bandaríkjunum var stofnuð árið 1900 og hætti starfsemi 1936. Árið 1924 náði E.L. Cord yfirhöndinni í fyrirtækinu og sameinaði það fyrirtækjaveldi sínu í Auburn, Duesenberg og Lycoming. Í stjórnartíð hans breyttust Auburn bílar til hins betra. 1925 kom fyrsti bíllinn með átta strokka Lycoming vél og næstu ellefu ár framleiddi Auburn nokkra af athyglisverðustu bílum sögunnar og bauð þá til sölu á óvenju lágu verði.

1930 hafði verð á Auburn bílum lækkað um 400 dollara en vélaraflið aukist um 83% og Auburn á góðri leið með að ná fótfestu meðal 10 söluhæstu bílanna í Bandaríkjunum. Flestir bílar Auburn náðu um 116 km hámarkshraða á klst. 1932 var Auburn boðinn með V-12 vél og stóð sig feykilega vel í öllum prófunum. Engu að síður var það þessi vél sem varð til þess að það seig á ógæfuhliðina hjá fyrirtækinu. Bíllinn var ódýr miðað við aðra bíla með sambærilegum vélum og þeir bílkaupendur, sem á annað borð höfðu ráð á V-12 bíl, höfðu ekki trú á því að Auburn væri jafngóður og dýrari bílar.»Auburn

Yfirbygging: Speedster.

Undirgerð: 851.

Vél: Átta strokka, 150 hestafla.

Verð 1935: 2.245 dollarar.

Framleiðandi: Auburn Automobile Company, Auburn, Indiana.