SÍRENUHLJÓÐ rauf kyrrðina í Bagdad í Írak í gær er þess var minnst að þá voru sjö ár liðin frá upphafi Persaflóastríðsins, sem lyktaði með því að innrásarher Íraka í Kúveit var gjörsigraður á nokkrum vikum.

Saddam

hótar að

hætta

samstarfi

Bagdad. Reuters.

SÍRENUHLJÓÐ rauf kyrrðina í Bagdad í Írak í gær er þess var minnst að þá voru sjö ár liðin frá upphafi Persaflóastríðsins, sem lyktaði með því að innrásarher Íraka í Kúveit var gjörsigraður á nokkrum vikum.

Saddam Hússein einræðisherra flutti sjónvarpsávarp og hótaði að slíta öllu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) og stöðva allt vopnaeftirlit af hálfu stofnunarinnar verði viðskiptabanni á Írak ekki aflétt tafarlaust.

Þolinmæði á þrotum

Beindi hann einnig spjótum sínum að Bandaríkjamönnum, en að sögn Williams Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er þolinmæði þeirra gagnvart Írökum á þrotum vegna stöðugra ögrana þeirra í garð SÞ og eftirlitssveita stofnunarinnar, sem hafa það verkefni að leita uppi og eyða gjöreyðingarvopnum Íraka.