Ameríska fótboltadeildin NFL hefur nánast gengið frá sölu sjónvarpsréttar frá leikjum deildarinnar næstu árin. Aðeins á eftir að ganga frá sölu á mánudagsleikjum en verði hækkunin á þeim sambærileg og á öðrum leikjum fær NFL um 2 milljarða dollara, um 145 milljarða kr., á ári fyrir sjónvarpsréttinn næstu átta árin, sem er um 80% hækkun frá fyrri samningum.


AMERÍSKI FÓTBOLTINN / SJÓNVARPSRÉTTUR

NFL fær um 145 milljarða kr. á áriAmeríska fótboltadeildin NFL hefur nánast gengið frá sölu sjónvarpsréttar frá leikjum deildarinnar næstu árin. Aðeins á eftir að ganga frá sölu á mánudagsleikjum en verði hækkunin á þeim sambærileg og á öðrum leikjum fær NFL um 2 milljarða dollara, um 145 milljarða kr., á ári fyrir sjónvarpsréttinn næstu átta árin, sem er um 80% hækkun frá fyrri samningum.

Athygli vekur að CBS, sem missti réttinn til að sýna frá Landsdeildinni til Fox 1993 eftir að hafa sinnt NFL í 37 ár, bauð 4 milljarða dollara í leiki frá Amerísku deildinni næstu átta árin og var tilboðinu tekið en NBC var áður með réttinn. CBS greiðir 500 milljónir dollara á ári, 130% meira en NBC greiddi, sem var 217 millj. dollara á ári. Fox verður áfram með sýningarréttinn frá leikjum Landsdeildarinnar á sunnudögum og greiðir 4,4 milljarða dollara fyrir réttinn í átta ár. Fyrirtækið greiddi áður 395 millj. dollara á ári en nú 550 millj. dollara sem er 39% hækkun. Fox sýnir líka þrjá úrslitaleiki á samningstímanum og þar af tvo á næstu fimm árum. ABC hefur sýnt frá leikjum á mánudagskvöldum og gerir það næstu átta árin en NBC, sem hefur sýnt frá NFL í meira en þrjá áratugi, bauð einnig í leikina. Talið er að greiðslan frá ABC, sem rekur einnig ESPN og sýnir sunnudagsleiki þar, verði um 530 millj. dollarar á ári.

Þótt samningarnir séu til átta ára á NFL endurskoðunarrétt eftir sex ár vegna hugsanlegra breytinga varðandi t.d. markaðinn, vinsældir efnisins, tækni o.fl.