TÓMSTUNDA- og starfsmenntaráðið í Norður-Jórvíkurskíri á Englandi heldur fjöldann allan af námskeiðum á hverju ári en það nýjasta er að kenna fólki að skipta um á rúmunum, það er að segja að koma verinu á sængina þannig að skammlaust sé.

Enskar

sængur-

versraunir

London. Daily Telegraph.

TÓMSTUNDA- og starfsmenntaráðið í Norður-Jórvíkurskíri á Englandi heldur fjöldann allan af námskeiðum á hverju ári en það nýjasta er að kenna fólki að skipta um á rúmunum, það er að segja að koma verinu á sængina þannig að skammlaust sé.

Tómstundaráðið, sem er opinber stofnun og þjónustan ókeypis, biður oft almenning um að koma með hugmyndir um ný námskeiðsefni og nú urðu nokkrir til að hringja og biðja um kennslu í því að skipta um á rúmunum án allt of mikillar fyrirhafnar. Á Englandi hefur það nefnilega alls ekki tíðkast að vera með sængur, heldur lök og teppi, en nú er þessi meginlandssiður, sem Englendingar kalla svo, í miklum uppgangi.

Við athugun kom í ljós, að kunni fólk ekki réttu handtökin, getur það verið ótrúlega erfitt að koma sænginni fyrir í verinu svo vel fari. Sumar konur kváðust verja fimm til tíu mínútum á hverjum degi í þetta eina verk og á Englandi er nú farið að tala um sérstakt handarmein, "sængurþumal", sem stafar af röngum aðferðum við að troða sænginni inn í verið.