Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Hiti og hamingja...
TÓNLEIKAR verða í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 19. janúar og hefjast kl. 20.30. Þar flytja Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari fjölbreytta efnisskrá; lög sem öll eiga það sammerkt að vera frá þessari öld og fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna, gleði hennar og sorgir. Ingveldur Ýr kynnir lögin og segir frá bakgrunni þeirra.
Gerrit og Ingveldur Ýr flytja lög eftir kabarett-tónskáldið Kurt Weill, "Ljóð fyrir börn" eftir Atla Heimi Sveinsson, spænsk lög eftir Granados og loks söngvar úr bandarískum óperum sem heyrast sjaldan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg VERKEFNAVAL Ingveldar Ýr Jónsdóttur og Gerrits Schuil ræðst af árstíma, skapi og tilfinningum.