UM SÍÐUSTU helgi var gengið frá kjarasamningum í væntanlegri álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga og hafa samningarnair vakið athygli vegna ýmissa nýmæla. Gildistíminn er til 2004. Frá 2001 eiga grunnlaun að breytast í samræmi við kjarasamninga stéttarfélaga og vinnuveitenda á Vesturlandi nema samkomulag takist um annað.
Munu greiða þóknun vegna áunninnar hæfni

UM SÍÐUSTU helgi var gengið frá kjarasamningum í væntanlegri álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga og hafa samningarnair vakið athygli vegna ýmissa nýmæla. Gildistíminn er til 2004. Frá 2001 eiga grunnlaun að breytast í samræmi við kjarasamninga stéttarfélaga og vinnuveitenda á Vesturlandi nema samkomulag takist um annað.

Greidd verður sérstök þóknun vegna áunninnar hæfni í störfum og fast álag á laun sem nemur 5% af grunnlaunum, vaktaálagi og yfirvinnu. Þá mun Norðurál borga 2,5% af sama grunni í séreignarsjóð viðkomandi starfsmanns og er miðað við annan kafla laga nr. 229 frá 1997 um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða.

Norðurál greiðir eins og aðrir vinnuveitendur 6% af launum í lífeyrissjóð starfsmanns en 2% að auki. Starfsmaður greiðir sín 4% en 1% að auki og renna þessar viðbótargreiðslur í séreignarsjóð sjóðsins sem starfsmaðurinn á aðild að.

Gert er ráð fyrir að menn láti af störfum árið sem þeir verða 62ja ára gamlir en ákvæði eru um aðlögunartíma í þeim efnum.

Fyrirkomulag vinnu mun byggjast á skiptingu í lið og verður störfum eða hlutverkum deilt niður eftir ákveðnum reglum þar sem þess verður gætt að menn séu ekki of lengi í sama starfinu.

KJARASAMNINGAR undirritaðir. Sitjandi frá vinstri eru: Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsamb. Íslands, Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfél. Akraness, Gene Caudill, forstjóri Norðuráls, Þórður S. Óskarsson, frkvstj. starfsmanna- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli og Ragnar Guðmundsson, frkvstj. fjármálasviðs. Standandi frá hægri eru: Berghildur Reynisdóttir, formaður Verkalýðsfél. Borgarness, Jón Sigurðsson, formaður Verkalýðsfél. Harðar, Hvalfirði, Helgi. R. Gunnarsson, Rafiðnaðarsamb. Íslands, Axel Jónsson, Verslunarmannafél. Akraness, Lárus Ingibergsson, Verkalýðsfél. Akraness, Ingólfur Ingólfsson, formaður Sveinafél. málmiðnaðarm. á Akranesi, Þórður Björgvinsson, Sveinafél. málmiðnaðarm. á Akranesi og Árni Vilhjálmsson hrl., lögfræðilegur ráðunautur Norðuráls. Á myndina vantar Júníu Þorkelsdóttur, formann Verslunarmannafél. Akraness.