Í TENGSLUM við breytingar á stjórnskipulagi hjá Eimskipafélagi Íslands, sem tóku gildi í október síðastliðnum, voru gerðar eftirfarandi mannabreytingar hjá félaginu: Magna Fríður Birnir hefur tekið við starfi gæðastjóra Eimskips. Hún hóf störf hjá Eimskip í janúar 1996 sem fulltrúi í gæðastjórnun.
Fólk

Manna-

breytingar

hjá Eimskip

Í TENGSLUM við breytingar á stjórnskipulagi hjá Eimskipafélagi Íslands, sem tóku gildi í október síðastliðnum, voru gerðar eftirfarandi mannabreytingar hjá félaginu:

Magna Fríður Birnir hefur tekið við starfi gæðastjóra Eimskips. Hún hóf störf hjá Eimskip í janúar 1996 sem fulltrúi í gæðastjórnun. Magna lauk lokaprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1976 og hefur margra ára reynslu af stjórnunarstörfum á vettvangi heilbrigðismála. Árið 1992 útskrifaðist hún með M.Sc. prófi í stjórnun frá University of Michigan.

Bragi Þór Marinósson hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra utanlandsdeildar Eimskips. Bragi Þór hóf störf hjá Eimskip í ágúst 1993 en hafði áður starfað í gæðastjórnunardeild félagsins sumrin 1991 og 1992. Hann starfaði í utanlandsdeild árin 1993 og 1994 en sem gæðastjóri frá 1995-1997. Bragði Þór lauk vélaverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.Sc. prófi í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn árið 1993.

Erna Eiríksdóttir hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra hagdeildar innanlandssviðs hjá Eimskip. Erna hóf störf hjá Eimskip árið 1990. Hún starfaði sem aðalbókari þar til í febrúar 1995 og í fjárhagsdeild frá október 1996. Erna útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1987 sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði.

Gunnar Ó. Bjarnason hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra flutningsbókana og vörustýringar hjá Eimskip. Gunnar hefur starfað hjá Eimskip síðan í febrúar 1986. Hann hefur m.a. starfað á skrifstofu skipaafgreiðslu, sem verkstjóri í lestun/losun, sölufulltrúi í meginlandsdeild og sem sölufulltrúi í útflutningsdeild frá október 1989. Gunnar lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskóla Íslands árið 1975 og átti að baki margra ára starfsreynslu sem stýrimaður og yfirverkstjóri hjá Hafskip áður en hann byrjaði hjá Eimskip.

Helga Friðriksdóttir hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra sölu innanlandsþjónustu hjá Eimskip. Helga hóf störf hjá Eimskip vorið 1996 við sumarafleysingar í flutningsmiðlun innflutningsdeildar en var fastráðin sem sölufulltrúi um haustið. Helga stundaði nám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 1993. Auk þess stundaði hún nám í viðskiptafræði frá 1995-1996.

Kristín Egilsdóttir hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra farmskjala- og reikningavinnslu hjá Eimskip. Kristín hóf störf hjá Eimskip í maí 1994, fyrst sem fulltrúi í fjárreiðudeild og síðan sem fulltrúi í útflutningsdeild. Hún starfaði sem deildarstjóri farmskrárvinnslu útflutningsdeildar frá febrúar 1996 til október 1997. Kristín útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1994.

Linda B. Gunnlaugsdóttir hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra söludeildar í þjónustudeild Eimskips. Linda hóf störf hjá Eimskip í nóvember 1994 sem sölufulltrúi í innflutningsdeild og varð sölustjóri flutningsmiðlunar í innflutningsdeild í október 1996. Linda er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún hafði langa starfsreynslu sem sölufulltrúi hjá flutningaþjónustufyrirtæki áður en hún kom til starfa hjá Eimskip.

Pála Þórisdóttir hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra viðskiptaþjónustu Eimskips. Pála hóf störf hjá Eimskip í september 1993 sem starfsmaður á þróunarsviði. Hún varð kynningarfulltrúi í apríl 1994 en tók við starfi þjónustustjóra viðskiptaþjónustu í apríl 1996. Pála lauk BA prófi í almannatengslum og fjölmiðlafræði frá University of South Carolina árið 1993.

Guðmundur Þór Gunnarsson hefur tekið við nýju starfi deildarstjóra hagdeildar flutningasviðs hjá Eimskip. Guðmundur Þór hóf störf hjá Eimskip í nóvember 1995 í siglingaáætlana- og stórflutningadeild en varð verkefnastjóri á flutningasviði í apríl sl. Guðmundur Þór útskrifaðist frá Háskóla Íslands sem vélaverkfræðingur árið 1991. Hann stundaði framhaldsnám við North Carolina State University og lauk M.Sc. í iðnaðarverkfræði árið 1992.