HIÐ íslenska Biblíufélag og Kjalarnesprófastsdæmi efna til umræðna um nýja Biblíuútgáfu í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn 21. janúar kl. 20. Í fréttatilkynningu segir: "Undanfarin ár hefur á vegum Biblíufélagsins verið unnið að nýrri þýðingu Gamla testamentisins. Fimm kynningarhefti með þýðingunni hafa verið gefin út.

Málþing

um nýja

útgáfa

Biblíunnar

HIÐ íslenska Biblíufélag og Kjalarnesprófastsdæmi efna til umræðna um nýja Biblíuútgáfu í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn 21. janúar kl. 20.

Í fréttatilkynningu segir: "Undanfarin ár hefur á vegum Biblíufélagsins verið unnið að nýrri þýðingu Gamla testamentisins. Fimm kynningarhefti með þýðingunni hafa verið gefin út. Viðbrögð fólks við þessari nýju þýðingu hafa sýnt að skoðinar eru allskiptar á því hvernig málfar á að vera á Biblíunni. Ýtrustu sjónarmið eru allt frá því að engu orði megi breyta yfir í að málfarið eigi að vera sem næst mæltu máli dagsins í dag. Vandi þýðingarnefndarinnar sem vinnur verkið er mikill þar sem henni er ætlað að skila þýðingu sem bæði er trú hinni íslensku Biblíuhefð og á vönduðu nútímamáli. Markmiðið með nýrri þýðingu eða endurskoðun eldri þýðingar er þó alltaf það sama: að gera texta Biblíunnar aðgengilegan og skiljanlegan þeim sem lesa hana. Biblían má ekki vera á svo framandlegu máli að fólk skilji ekki textann sem það er að reyna að lesa. Boðskapur hennar verður að komast til skila. Í því tilliti er Biblían ekki bókmenntir í eiginlegri merkingu. Hún er grundvöllurinn að boðun kirkjunnar á hverjum tíma."

Á málþinginu munu eftirtaldir aðilar verða með stutt innlegg: Guðrún Kvaran formaður þýðingarnefndar Gamla testamentisins gerir grein fyrir þýðingarstarfinu. Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, Hrafnkell Helgason yfirlæknir og Lára Oddsdóttir guðfræðingur lýsa afstöðu sinni til hinnar nýju þýðingar og til málfars Biblíunnar almennt.

Að loknum erindunum verða kaffiveitingar og almennar umræður. Hið íslenska Biblíufélag og Kjalarnesprófastsdæmi hvetja alla sem láta sig Biblíuna varða til að koma og taka þátt í umræðunum.