Leikkonan Cher stendur í samningaviðræðum við framleiðendur um að leika aðalhlutverkið í næstu mynd ítalska leikstjórans Franco Zeffirelli sem byggð er á hluta sjálfsævisögu hans. Myndin á að heita Tea with Mussolini og er gamanmynd sem gerist í fögru sveitaþorpi í Toskanahéraði á Ítalíu á fyrstu árum heimstyrjaldarinnar síðari.

Cher leikur

á Ítalíu

Leikkonan Cher stendur í samningaviðræðum við framleiðendur um að leika aðalhlutverkið í næstu mynd ítalska leikstjórans Franco Zeffirelli sem byggð er á hluta sjálfsævisögu hans. Myndin á að heita Tea with Mussolini og er gamanmynd sem gerist í fögru sveitaþorpi í Toskanahéraði á Ítalíu á fyrstu árum heimstyrjaldarinnar síðari. Cher mun leika auðuga bandaríska ævintýrakonu, sem á að baki mörg misheppnuð hjónabönd og hefur ólæknandi ást á öllu sem ítalskt er. Hún gengur ungum pilti í móðurstað sem á líka athvarf í faðmi þriggja sérviturra breskra piparmeyja, sem láta sig hag hans miklu skipta. Bresku leikkonurnar Angela Lansbury, Joan Plowright og Vanessa Redgrave munu leika hið kostulega þríeyki.. Það er breski skáldsagna-og leikritahöfundurinn John Mortimer sem skrifar handritið útfrá kafla í sjálfsævisögu leikstjórans en hún kom út fyrir nokkrum árum. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðar upp á 14 milljónir dollara og tökur munu hefjast á Ítalíu.