HUGMYNDIR eru uppi um að breyta stóru, gömlu pakkhúsi í Kaupmannahöfn í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur Íslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, stýrir nefnd sem hefur endurbyggingu hússins að markmiði, en aðrir nefndarmenn eru fulltrúar danskra yfirvalda, arkitektar og fulltrúar þjóðanna sem hlut eiga að máli.
Pakkhús í Kaupmannahöfn verður N-Atlantshafssetur

Menning í stað lýsis og ullar

HUGMYNDIR eru uppi um að breyta stóru, gömlu pakkhúsi í Kaupmannahöfn í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur Íslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, stýrir nefnd sem hefur endurbyggingu hússins að markmiði, en aðrir nefndarmenn eru fulltrúar danskra yfirvalda, arkitektar og fulltrúar þjóðanna sem hlut eiga að máli.

Vöruhúsið stendur þar sem áður hét Islands Handels Plads, en þar lögðu Íslandsför að landi fyrr á öldum, beint á móti Nýhöfn. Húsið er í eigu danskra tolla- og skattayfirvalda, en undanfarin ár hefur hluti þess verið nýttur sem geymsla. "Þetta stóra pakkhús ilmar enn af íslensku lýsi, íslenskri ull og grænlensku selskinni," segir Vigdís Finnbogadóttir í viðtali í Morgunblaðinu í dag. "Forstöðumaður Dansk Polarcenter eða dönsku heimskautastofnunarinnar átti hugmyndina að því að breyta pakkhúsinu í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur fyrir gamlar nýlendur Dana við Norður-Atlantshaf og við nefnum húsið nú þegar Nord- Atlantens Brygge."Siðferðileg/20 NordFoto PAKKHÚSIÐ við Grönlands Handels Plads, þar sem áður var Islands Handels Plads, mun væntanlega verða menningar-, vísinda- og viðskiptasetur Íslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs.