BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur þekkst boð um að vera formaður dómnefndar á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð sem að þessu sinni verður haldin dagana 13.­24. maí. Gilles Jacob, formaður framkvæmdastjórnar hátíðarinnar, sagði nærveru leikstjórans vera heiður fyrir samkunduna og auka veg hennar verulega.

Scorsese drottnar í CannesBANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur þekkst boð um að vera formaður dómnefndar á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð sem að þessu sinni verður haldin dagana 13.­24. maí. Gilles Jacob, formaður framkvæmdastjórnar hátíðarinnar, sagði nærveru leikstjórans vera heiður fyrir samkunduna og auka veg hennar verulega.

Kvikmyndir eftir Scorsese hafa alls sjö sinnum verið tilnefndar til ýmiss konar verðlauna á Cannes-hátíðinni og árið 1986 var hann kjörinn besti leikstjórinn fyrir myndina "After hours".

MARTIN Scorsese með Jodie Foster og Robert De Niro við tökur á Taxi Driver árið 1976.