Góð myndbönd Góður dagur (One Fine Day) Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fallegu leikurunum Michelle Pfeiffer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík.
Góð myndbönd

Góður dagur

(One Fine Day)

Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fallegu leikurunum Michelle Pfeiffer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík.

Hamsun

(Hamsun)

Stórgóð og átakanleg mynd um nasistaaðdáun norska Nóbel-skáldsins Knut Hamsun. Max von Sydow er frábær eina ferðina enn sem skáldið og Ghita Nörby sem eiginkonan þjáða.

Fyrsta árásin

(Jackie Chan's First Strike)

Aðdáendur Jackie Chan geta séð þennan ótrúlega áhættuatriðamann sparka í allar áttir. Mynd þar sem gallarnir auka skemmtanagildið.

Fangaflug

(ConAir)

Alræmdustu illmennum Ameríku er saman safnað í eina flugvél og þá er hætta á ferðum! Alabamalúðinn sem Nicolas Cage leikur bjargar öllu.

Jude

(Jude)

Falleg og einstaklega dramatísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera þau sjálf. Christopher Eccleston og Kate Winslet í aðalhlutverkum.

Sigurvegarinn

(The Winner)

Mynd um heppni í spilum en óheppni í ástum sem er prýðilega komið til skila af góðum leikhópi. Leikstjórinn Alex Cox hefur greinilega ákveðnar hugmyndir um hvernig á að kvikmynda leikrit og heppnast sumar en aðrar ekki.

Á milli góðs og ills

(The Devil's Own)

Þrátt fyrir hræðilegan írskan hreim frá Brad Pitt er þetta prýðileg mynd sem leggur frekar áherslu á fjölskyldudrama en skothvelli og sprengingar.

Kolja

(Kolya)

Fullkomin kvikmynd um piparsvein í Prag sem situr uppi með lítinn dreng eftir að hafa gifst rússneskri konu gegn greiðslu til að geta eignast Trabant.

Iðnaðarborg

(City of Industry)

Harvey Keitel og Stephen Dorff kljást í spennumynd sem einkennist af rólegheitum og klókindum. Þessi er öðruvísi.

Á snúrunni

(Gridlock'd)

Tom Roth og Tupac Shakur sýna okkur á glettinn hátt að það er ekkert sældarlíf að vera dópisti sem vill komast meðferð. KOLJA litli reynir við hljóðfærið eins og nýi fósturpabbi hans.

ÞAÐ er ekki alltaf auðvelt að vera einstætt foreldri í New York.