JÓHANN Hjartarson, stórmeistari í skák, er nú í 37. sæti á stigalista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, með 2.630 stig. Jóhann naut mikillar velgengni á skákmótum á liðnu ári og hefur hækkað úr 83.-96. sæti á styrkleikalistanum frá því í byrjun síðasta árs. Jóhann hefur því hækkað um 45 stig og 46 sæti á heimslistanum á einu ári. Í upphafi 1997 var hann með 2.585 stig.
Jóhann Hjartarson með 2.630 stig

Er í 37. sæti á FIDE-listanum

JÓHANN Hjartarson, stórmeistari í skák, er nú í 37. sæti á stigalista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, með 2.630 stig. Jóhann naut mikillar velgengni á skákmótum á liðnu ári og hefur hækkað úr 83.-96. sæti á styrkleikalistanum frá því í byrjun síðasta árs.

Jóhann hefur því hækkað um 45 stig og 46 sæti á heimslistanum á einu ári. Í upphafi 1997 var hann með 2.585 stig.

Þann hóp stórmeistara sem hafa 2.630 stig skipa, auk Jóhanns Hjartarsonar, Artur Jusupov, Viktor Kortsnoi, Alexey Dreev Zoltan Almasi og Jolio Granda Zuniga.

Efstur á listanum er Gary Kasparov með 2.825 stig. Anatoly Karpov, sem nýlega varði heimsmeistaratitilinn, er í fjórða sæti með 2.735 stig. Anand, andstæðingur Karpovs, er þriðji með 2.770 stig.

Yfir 20.000 skákmenn eru á stigalista FIDE.Jóhann í 37. sæti/32