Glöggir vegfarendur á Blönduósi sáu álft á ánni Blöndu sl. föstudag. Elstu menn muna ekki eftir því að hafa séð þessa fuglategund á Blöndu um miðjan vetur og raunar er mjög sjaldgæft yfirleitt að sjá álftir á Blöndu, óháð árstíma. Bjarni Pálsson fyrrverandi póstmaður hefur búið á Blöndubökkum í rúm sjötíu ár og segir hann þetta einsdæmi.
SÁlft í ósi Blöndu

Blönduósi - Morgunblaðið

Glöggir vegfarendur á Blönduósi sáu álft á ánni Blöndu sl. föstudag. Elstu menn muna ekki eftir því að hafa séð þessa fuglategund á Blöndu um miðjan vetur og raunar er mjög sjaldgæft yfirleitt að sjá álftir á Blöndu, óháð árstíma.

Bjarni Pálsson fyrrverandi póstmaður hefur búið á Blöndubökkum í rúm sjötíu ár og segir hann þetta einsdæmi. Bjarni segir það heyra til tíðinda að álftir komi á Blöndu innan bæjarmarka Blönduóss og slíkt gerist aðeins í afar hörðum vorum. Álftin leitar í heitt fráveituvatn sem rennur í Blöndu en hún er stygg og er fljót að forða sér út í á ef menn hætta sér of nærri.Morgunblaðið/Jón Sigurðsson AF einhverjum ástæðum hefur Blönduósálftin gleymt því að hverfa suður á bóginn í haust og verður því að þreyja þorrann í ósi Blöndu.