STARFSFÓLK Ferðaskrifstofu Reykjavíkur hélt í síðustu viku upp á það með pompi og prakt að hafa komið sér endanlega fyrir í nýju húsnæði. Síðastliðið haust flutti ferðaskrifstofan nefnilega starfsemi sína milli húsa í Aðalstrætinu í Reykjavík, fór úr númer 16 yfir í númer 9 þar sem verslunin Herragarðurinn var til skamms tíma.
Starfsfólk Ferðaskrifstofu Reykjavíkur kemur sér fyrir í nýjum húsakynnum

Flutt yfir götuna

STARFSFÓLK Ferðaskrifstofu Reykjavíkur hélt í síðustu viku upp á það með pompi og prakt að hafa komið sér endanlega fyrir í nýju húsnæði. Síðastliðið haust flutti ferðaskrifstofan nefnilega starfsemi sína milli húsa í Aðalstrætinu í Reykjavík, fór úr númer 16 yfir í númer 9 þar sem verslunin Herragarðurinn var til skamms tíma.

Ferðaskrifstofa Reykjavíkur var stofnuð árið 1986 og hefur frá upphafi verið til húsa í Aðalstrætinu. Starfsmenn ferðaskrifstofunnar eru nú sjö talsins en fjölgar á álagstímum yfir sumarið, að sögn Íslaugar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra. "Við skipuleggjum ferðir fyrir fólk hvert á land sem er," segir hún aðspurð um starfsemina. "Svo erum við líka með fastar sólarlandaferðir, til dæmis til Kanaríeyja, Spánar og Flórída. Svo má nefna að við seljum ferðir í gegnum Amsterdam á fjölda sólarstaða, til dæmis Kýpur, Grikklands og Tyrklands. Frá páskum og út október bjóðum við svo með leiguflug til Benedorm á Spáni.

Að auki nefnir Íslaug að hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur búi fólk yfir mikilli reynslu í sölu og skipulagningu ferða á vörusýningar erlendis. "Og svo má ekki gleyma því að við seljum ferðir til Grænlands."

ÍSLAUG Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, er lengst til hægri, þá Ragnar Aðalsteinsson, stjórnarformaður og Sigríður Jóhannsdóttir, sölustjóri.

STARFSFÓLK ferðaskrifstofunnar, Kristín Björn Árnadóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Ása Jónsdóttir og Arnar Freyr Vilmundarson.FRÁ vinstri eru gestirnir Anna Alfreðsdóttir og Margrét Karlsdóttir frá SAS, Edda Niels frá Linsunni, Bryndís Torfadóttir, SAS og Stefanía Magnúsdóttir, Helga Birkisdóttir og Kristín Guðnadóttir frá Amadeusi.