IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. janúar árið 1892 fæddist Ólafur Thors, lengi, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Fyrst myndaði Ólafur ríkisstjórn 1942. Önnur stjórn hans, nýsköpunarstjórnin, var mynduð stofnár lýðveldisins 1944.
IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. jan úar árið 1892 fæddist Ólafur Thors, lengi, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Fyrst myndaði Ólafur ríkisstjórn 1942. Önnur stjórn hans, nýsköpunarstjórnin, var mynduð stofnár lýðveldisins 1944. Þriðja kom til sögunnar 1949, fjórða 1953 og sú fimmta, viðreisnarstjórnin, 1959. Sú ríkisstjórn er af ýmsum talin merkasta ríkisstjórn lýðveldistímans. Hún sat að völdum langleiðina í 11 ár. Bjarni Benediktsson tók við forsæti í viðreisnarstjórninni 1963 og Jóhann Hafstein árið 1970.

Benedikt Sveinsson, faðir Einars Benediktssonar skálds, var fæddur 20. janúar árið 1920. Hann var einn af merkari stjórnmálaskörungum fullveldisbaráttunnar. Frá honum segir í nýútkominni ævisögu Einars Benediktssonar, er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar.

Tvö góðskáld fæddust 21. janúar, Davíð Stefánsson árið 1895 og Jón úr Vör árið 1917.OMANDI föstudag hefst Þorri, fjórði mánuður vetrar. Þá er miðsvetrar- og bóndadagur. Árni Björnsson segir í Sögu daganna: "Mánaðarnafnið Þorri er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss. Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót en þeim ekki lýst...".

Þorrablót með 20. aldar sniði, harðfiski, hákarli, hangiketi, súrmeti, sviðum, o.s.fv. eru seinni tíma útfærsla á gömlum hefðum.RNI Brynjólfsson sendir pistil í tilefni síðasta Sunnudags- Víkverja:

"Það er varla við því að búast að hægt sé að gera skil í stuttu greinarkorni skuldabyrði ríkisins og gagni eða ógagni Góðtemplarareglunnar. Vandinn er sá í íslenskri umræðu að við gerum sjaldnast glögg skil því málefni sem við ræðum, einkum þó þegar stjórnmál eru annars vegar og vill því umræðan vera út og suður.

Þegar talað er um skuldir íslenska ríkisins er mikilvægt að vita hvort um er að ræða fjárfestinga- eða eyðsluskuldir og halda þeim fyrrnefndu sér í umræðunni, en ekki kemur fram í umræddri grein hvernig skilgreina beri "hreinar suldir". Skuldir vegna fjárfestinga geta verið eðlilegar og sjálfsagðar ef fjárfestingar eru arðbærar og/eða skynsamlegar, en á það vill oft vanta og er mál út af fyrir sig. Þessar skuldir eru e.t.v hærri en þær þyrftu að vera vegna langvarandi hræðslu við erlendar fjárfestingar, sem auðvitað minnkuðu skuldabaggann, auk þess sem líkur benda til að erlendir fjárfestar hefðu gætt betur arðsemi en hagsmunapotandi þingmenn. Þá er og vandséð hvar íslenskir fjárfestar hefðu átt að ávaxta sjóði sína, sem ekki mátti til skamms tíma ávaxta í útlöndum.

Ef "skuldabagginn væri í handraðum" er líklegt að hér væri ömurlegt um að litast og vafsasamt að fjárfest hefði verið í "hátækni" sjúkrahúsa og sennilegt að ungdómurinn flytti þangað sem skuldastaðan væri óhagstæðari.

Ekki mæli ég með óráðsíu, en hæpið er að bera okkur saman við Norðmenn og Dani hvað skuldasöfnun varðar, bæði er að olíuauður er ekki í augsýn og við erum ekki eins vel í sveit settir og Danir, auk þess sem við kunnum ekki eins vel til viðskipta. ­ Hvað skyldu Danir annars skulda mikið?

Um ágæti Góðtemplarareglunnar ælta ég ekki að hafa mörg orð, en líklegt er að verk hennar séu eins mikið til gagns og ógagns, ekki síst vínbannið, sem við líðum enn fyrir varðandi kunnáttuleysi í meðferð áfengra drykkja. ­ Það ætti enginn að prédika fyrir öðrum varðandi vínneyzlu, nema sannað sé að viðkomandi hafi neytt áfengis a.m.k. þrisvar sinnum, án þess að verða sér til skammar. ­ Hér er þessu oft öfugt farið. ­ Kveðja, Árni Brynjólfsson."