FYRSTU tvær ferðir Bændaferða á þessu ári verða að Gardavatni á Ítalíu með viðkomu í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrri ferðin er frá 26. mars til 5. apríl, en sú síðari frá 22. apríl til 1. maí. Boðið verður upp á fjölbreyttar skoðunarferðir t.d. til Feneyja og Veróna ásamt siglingu á Gardavatni, ferðar um dali Dólómítafjalla, bændaheimsóknir og margt fleira. Ferðirnar kosta 65.500 og 68.

Á ferð og

flugi með

Bændaferðum

FYRSTU tvær ferðir Bændaferða á þessu ári verða að Gardavatni á Ítalíu með viðkomu í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrri ferðin er frá 26. mars til 5. apríl, en sú síðari frá 22. apríl til 1. maí. Boðið verður upp á fjölbreyttar skoðunarferðir t.d. til Feneyja og Veróna ásamt siglingu á Gardavatni, ferðar um dali Dólómítafjalla, bændaheimsóknir og margt fleira. Ferðirnar kosta 65.500 og 68.500 krónur á mann og er innifalið flug og flugvallarskattar, akstur erlendis, gisting og morgunverður, kvöldverður í átta skipti og fararstjórn.

Þá verður í vor farin vikuferð í Svartaskóg í Þýskalandi. Gist verður í bænum Oberkirch og boðið upp á skoðunarferðir m.a. til Freiburg, Strassborgar og Baden Baden. Ferðin kostar 58.000 á mann, innifalið er flug og skattar, gisting með morgunverði og tveir kvöldverðir, allar skoðunarferðir og fararstjórn.

Í sumar er ráðgert að fara fjórar ferðir í júní til Mið-Evrópu. Þar af þrjár að Gardavatni og Týról í Austurríki með viðkomu í Suður-Þýskalandi. Þá verður í lok júní farið til Ungverjalands, Austurríkis, Tékklands og Þýskalands. Þessar ferðir munu taka tvær vikur hver.

Um Íslendingabyggðir

Ferð um Íslendingabyggðir í Manitoba og Norður-Dakóta verður í boði um mánaðamótin júlí/ágúst. Flogið verður til Winnipeg 29. júlí og komið heim 12. ágúst. Farið verður um Nýja-Ísland með þátttöku í hátíðarhöldum á Gimli 2.-3. ágúst. Þaðan verður farið til Norður-Dakóta. Í lok ferðar verður gist í Winnipeg þar sem fyrirhuguð er þátttaka í þjóðarbrotahátíðarhöldum sem þar eru haldin árlega fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Ferðin kostar 88.000 á mann, innifalið er flug, skattar, gisting, allur akstur erlendis og fararstjórn.

Hámarksþátttaka í hverri ferð er 50 manns. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Bændasamtökum Íslands eða hjá Samvinnuferðum-Landsýn á Hótel Sögu.