Ný tískuverslun var opnuð nýverið á Selfossi. Verslunin heitir Casa og er í eigu Gísla Björnssonar og Elísabetar Hlíðdal. Að sögn Elísabetar, verslunarstjóra, þá er Casa eingöngu fyrir konur og markhópurinn eru konur á aldrinum 16-40 ára. Í Casa fást föt frá Sautján og segir Elísabet það virka vel enda hafa viðtökur við versluninni verið góðar.
Tískuverslunin Casa opnuð í Kjarnanum

Selfossi. Morgunblaðið

Ný tískuverslun var opnuð nýverið á Selfossi. Verslunin heitir Casa og er í eigu Gísla Björnssonar og Elísabetar Hlíðdal. Að sögn Elísabetar, verslunarstjóra, þá er Casa eingöngu fyrir konur og markhópurinn eru konur á aldrinum 16-40 ára.

Í Casa fást föt frá Sautján og segir Elísabet það virka vel enda hafa viðtökur við versluninni verið góðar. Verslunin er til húsa í Kjarnanum, sem er verslunarmiðstöð að Austurvegi 3-5. Morgunblaðið/Sig. Fannar ELÍSABET Hlíðdal, verslunarstjóri Casa í Kjarnanum á Selfossi.