SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. janúar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 12 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS: Nicolai Þorsteinsson - Böðvar Magnússon127Jón H. Hilmarsson - Jón E.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag SÁÁ

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. janúar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 12 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og röð efstu para varð eftirfarandi:

NS:

Nicolai Þorsteinsson - Böðvar Magnússon 127 Jón H. Hilmarsson - Jón E. Baldvinsson 126 Leifur Aðalsteinsson - Þórhallur Tryggvason 103 AV:

Elías Ingimarsson - Unnar Atli Guðmundsson 148 Guðni Ingvarsson - Þorsteinn Kristmundsson 96 Björn Björnsson - Friðrik Steingrímsson 90 Eins og sjá má er um að ræða risaskor hjá Elíasi og Unnari, rétt tæplega 75% skor. Þetta er langhæsta skorið hjá félaginu á þessu tímabili og glöggir lesendur sjá að þeir voru eina parið í AV sem var yfir meðalskor, ekki algengt það!

Sunnudagskvöldið 11.janúar 1998 mættu 12 pör til leiks í Mitchell tvímenning og spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og efstu pör urðu:

NS:

Leifur Aðalsteinsson - Þórhallur Tryggvason 114 Bergljót Aðalsteinsd. - Björgvin Kjartansson 113 Brynja Dýrborgard. - Harpa Fold Ingólfsd. 109 AV:

Valdimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 124 Magnús Gylfason - Stefán Garðarsson 113 Árni H. Friðriksson - Gottskálk Guðjónsson 100 Haldið verður áfram með eins kvölds tvímenningskeppnir. Keppt er um verðlaunagripi sem fást afhentir að lokinni spilamennsku. Næst verður spilað sunnudagskvöldið 18. janúar hjá Bridsfélagi SÁÁ. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta, spilað er í húsnæði Úlfaldans, Ármúla 40 og hefst spilamennska klukkan 19:30.