MÚSÍKTILRAUNIR eru framundan og sveitir víða um land gera sig klárar í slaginn. Ekki verða tilraunirnar þó alveg strax, en skráning hafin. Músíktilraunir eru jafnan skömmu fyrir páska og þar sem páskar falla í aprílbyrjun að þessu sinni verður fyrsta tilraunakvöldið fimmtudaginn 19. mars. Næsta kvöld verður svo 26. mars, það þriðja 27. mars og lokatilraunakvöldið verður svo 2.
MÚSÍKTILRAUNIR MÚSÍKTILRAUNIR eru framundan og sveitir víða um land gera sig klárar í slaginn. Ekki verða tilraunirnar þó alveg strax, en skráning hafin. Músíktilraunir eru jafnan skömmu fyrir páska og þar sem páskar falla í aprílbyrjun að þessu sinni verður fyrsta tilraunakvöldið fimmtudaginn 19. mars. Næsta kvöld verður svo 26. mars, það þriðja 27. mars og lokatilraunakvöldið verður svo 2. apríl. Úrslit verða síðan föstudaginn 3. apríl. Að vanda eru hljóðverstímar í verðlaun fyrir sigursveitina. Undanfarin ár hafa þeir tímar nýst sveitunum við að koma frá sér breið- eða stuttskífum, en auk þess eru aukaverðlaun fyrir athyglisverðustu hljómsveitina og bestu hljóðfæraleikarar tilraunanna fá sérstök verðlaun. Reglum tilraunanna hefur verið nokkuð breytt því að þessu sinni velur salur aðeins eina hljómsveit áfram hvert kvöld, en sérstök dómnefnd velur aðra sveit og tvær ef henni sýnist sem svo. Eins og getið er er skráning hafin í Tónabæ, en skipuleggjendur tilraunanna segjast hafa orðið varir við mikinn áhuga, sérstaklega sveita utan af landi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigursveit Soðin fiðla, sigursveit Músíktilrauna 1997.