ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýnir 7. febrúar á stóra sviði Borgarleikhússins tvö verk eftir Ed Wubbe og eitt verk eftir Richard Wherlock. Sýningin er sú fyrsta á 25. afmælisári dansflokksins. Gestadansari er Bandaríkjamaðurinn Cameron Corbett sem starfað hefur með Tanz­Forum í Köln og víðar. Katrín Hall listdansstjóri Íslenska dansflokksins stýrir sýningunni.
Íslenski dansflokkurinn sýnir

verk Wubbers og Wherlocks

Æfingar á stóra sviði

ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýnir 7. febrúar á stóra sviði Borgarleikhússins tvö verk eftir Ed Wubbe og eitt verk eftir Richard Wherlock. Sýningin er sú fyrsta á 25. afmælisári dansflokksins. Gestadansari er Bandaríkjamaðurinn Cameron Corbett sem starfað hefur með Tanz­Forum í Köln og víðar.

Katrín Hall listdansstjóri Íslenska dansflokksins stýrir sýningunni. Sýnd verða tvö verk eftir danshöfundinn Ed Wubbe. Hann setti upp sýninguna "Stöðugir ferðalangar" í Þjóðleikhúsinu 1986. Þá samdi hann verkið "Tvístígandi sinnaskipti" sérstaklega fyrir Íslenska dansflokkinn sem hefur síðan verið sýnt í endurunninni útgáfu víða í Evrópu af fjölmörgum dansflokkum. Einnig verður sýnt verk Wubbes Útlagar (Kate's gallery). Tónlistin er samin af Ruben Stern og bresku þungarokkssveitinni Godflesh.

Bretinn Richard Wherlock er stjórnandi Luzerner ballettflokksins í Sviss en hefur unnið með dansflokkum um allan heim. Íslenski dansflokkurinn mun sýna verkið "Curver" eftir Wherlock. Tónlistin við verkið er frumsamin af sveitinni Yens & Yens.

Einungis eru fyrirhugaðar sjö sýningar á þessum verkum á stóra sviði Borgarleikhússins.